Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Viðar Hreinsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Verðleikar, mannleg reisn og jöfnuður Þriðja grein af fimm um hagfræði, jöfnuð, vistkreppu og velsæld. Í fyrri greinum var fjallað um hagvöxt og fótfestuleysi frjálshyggjuhagfræði í efnislegum veruleika, fjárnám hugarfars, spillingarsögu hrunsins og ýmsar gagnrýnar hugmyndir í hagfræði. Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. Hvað sem því líður er hagfræði frjálshyggjunnar orðin hugsunarhættinum svo samgróin að efasemdir komast naumast að. Hagvöxtur er vissulega fræðilegt mælitæki á verðmætasköpun og gagnlegur í því afmarkaða samhengi en er um leið orðinn trúarleg mantra um hvað sé eftirsóknarvert, sem æði margir hagfræðingar halda á lofti og fæstir stjórnmálamenn þora að draga í efa. Samt hafa verið uppi efasemdir um gildi hagvaxtar allt frá upphafi en einkum frá sjöunda og áttunda áratugnum þegar fólk áttaði sig á að vistkerfi jarðar leyfðu slíkt einfaldlega ekki. Um hríð var haldið í þá hugmynd að tækniframfarir gætu tryggt vöxt en það var skammgóður vermir og nú er orðið ljóst að eina leiðin út úr vanda heimsins er sú að skrúfa niður vöxt. Það þarf að gerast samfara samfélagslegu réttlæti og þá koma fleiri þættir inn í myndina. Jon D. Erickson, sem fjallað er um í fyrri greinum, vitnar í Cambridge-hagfræðinginn Ha-Joon Chang sem sagði: „Um leið og fátækt fólk hefur verið sannfært um að fátæktin sé þess eigin sök, að hver sá sem hafi grætt helling af peningum hljóti að eiga það skilið og að það geti líka orðið ríkt ef það leggi nógu mikið á sig, þá verður lífið auðveldara fyrir hina ríku.“ (The Progress Illusion. Reclaiming our Future from the Fairytale of Economics bls. 123) Þessi elítismi sýnir harðstjórn verðleikahyggjunnar. Siðferðisinntak launavinnunnar og smættun Fyrir meira en hálfri öld, löngu áður en sú verðleikahyggja var hafin til vegs sem hefur tröllriðið Vesturlöndum undanfarna áratugi, var Halldór Laxness í mesta sakleysi að skrifa um skort á almennilegum ostum á Íslandi og vék þá orðum að kjörum verkamanna. „Það væri ánægjulegt ef krafan um mannsæmandi vandvirkni væri hjá öllum verkamönnum, svo og í verkalýðsblöðum, samferða kröfunni um mannsæmandi kaup. Allir verkamenn ættu að heimta að mega vinna verk sín af mannsæmandi vandvirkni eða leggja niður vinnu ella. Það er ekki nema sjálfsagt að heimta mannsæmandi kaup, en meðan enn er til verkamaður og sjálfvirkar vélar ekki orðnar alráðar, þá er krafan um fullkomnun verksins siðferðisgrundvöllur verkamannsins; því hvar á hann annars að finna fullkomnun í lífi sínu?“ (Halldór Laxness, Íslendingaspjall, Rv. 1967, bls 128-129) Í þessum orðum felst merkileg tenging milli launa og inntaks vinnunnar, krafa um að vinnan hafi inntak, sem gengur á sinn hátt gegn þeirri firringu sem einkennir drjúgan hluta launavinnu í kapítalísku samfélagi. Að baki þessari kröfu er hugmynd um að allir þurfi að hafa siðferðisgrunn fyrir störf sín, að í framlagi þeirra liggi kannski rætur eða kjarni sjálfsmyndar, hugmyndar um eigin verðleika. Ef sú sjálfsmynd er löskuð er óhjákvæmilega dreginn kraftur úr hinni sjálfsögðu kjarabaráttu og sá broddur sem beinist gegn arðráni er slævður. Samfara nýfrjálshyggjunni kom verðleikahyggja fram á sjónarsviðið, sem felur í sér afar þrönga og smættandi sýn sem bjagar ábyrgð og samræðu í samfélaginu, og er þannig uppskrift að djúpstæðu ójafnvægi sem hefur átt sinn þátt í uppgangi popúlisma á síðustu árum. Smættun er þegar flókin fyrirbæri eru dregin saman í einfaldar stærðir sem auðveldara er að ráðskast með, eða afmarkaðir eiginleikar upphafnir en horft framhjá öðrum. Manneskjur verða þá að einingum í tölfræði eða vinnuafli í efnahagsreikningi, náttúrufyrirbæri að einhverju sem nýta þurfi. Versta tegund smættunar er afmennskun, þegar lifandi fólki er lýst sem skepnum, skynlausum þrælum, líflausum viðfangsefnum eða peðafjölda á vígvelli. Tæknihyggja er fylgifiskur smættunar og kemur fram í því þegar smættuð fyrirbæri verða hluti af tæknilegri lausn sem horfir framhjá öllum öðrum eiginleikum. Smættun verðleikahyggjunnar felst því í því þegar velgengni í samfélagi er bundin við þröngar og fjárhagslegar efnalegar forsendur. Þá lenda margir útundan. Michael Sandel og verðleikahyggjan Michael Sandel, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Harvardháskóla, hefur í bókinni The Tyranny of Merit: Can We Find the Common Good? (2020), sett fram hvassa gagnrýni á það sem hann kallar verðleikahyggju (e. meritocracy), þá hugmynd að velgengni manna verði að vera verðskulduð og velgengni öðlist menn með verðlagningu eigin menntunar og kunnáttu. Vilhjálmur Árnason heimspekingur skrifaði prýðilega grein þar sem hann skýrir vel hugmyndir Sandels í Kjarnann 12. september 2022. Við fyrstu sýn gæti virst sem komið væri til móts við hugmynd Laxness um siðferðisgrunn vinnunnar en svo er þó einmitt ekki. Sú verðleikahyggja sem Sandel lýsir hefur losað sig frá gamalgróinni og nánast horfinni virðingu fyrir vinnu sem slíkri sem í æ ríkari mæli er skoðuð út frá skiptagildi vinnuaflsins, í fullu samræmi við kapítalísk umskipti frá notagildi til verðgildis og hefur aukinheldur sáð gremju sem popúlistar hafa óspart nýtt sér. Sandel segir fullum fetum að sigrar Brexit og Trump árið 2016 hafi verið „gremjuþrungnir áfellisdómar yfir áratugum vaxandi ójöfnuðar og þeirrar tegundar hnattvæðingar sem gagnast þeim sem sem eru á toppnum en skilur venjulega samfélagsborgara eftir í tilfinningu valdleysis. Þeir voru einnig ofanígjöf fyrir þá tæknihyggju stjórnmálanna sem er ónæm fyrir gremju fólks sem finnst að efnahagurinn og menningin hafi skilið þau eftir“ (The Tyranny of Merit bls. 17). Þessi staða er ekki afleiðing af framgöngu illra og óræðra afla heldur augljós mannasetning, sprottin af smættandi hagkerfi og stjórnunarháttum pólitiskra meginstraumsflokka, hvað sem þeir svosem kenna sig við. Þetta eru hugmyndir skrifaðar inn í kerfið. Hnattvæðing síðustu fjögurra áratuga vegur þar þyngst segir Sandel. Hún er oft sett fram í nafni frjálsra alþjóðasamskipta sem verða vafasöm þegar þau eru smættuð í viðskiptatengsl stórfyrirtækja og arðrán farandvinnuafls. Sandel segir hins vegar að tvö atriði vegi þyngst, annars vegar hin teknókratíska leið hnattvæðingar „til skilnings á almannagæðum, hitt er verðleikahyggjuleið til að skilgreina sigurvegara og tapara“ (bls 19). Svo skýrir hann þennan tæknihyggjuskilning stjórnmála nánar, að hann sé rígbundinn við trúna á markaðsöflin, „ekki endilega hömlulausan laissez-faire kapítalisma, heldur þá víðtækari trú að gangverk markaðsins sé aðaltækið til að ávinna almannagæðin. Þessi aðferð við að hugsa um pólitík er teknókratísk að því leyti að hún hreinsar opinbera umræðu af mikilvægum siðferðisröksemdum og fer með hugmyndafræðilega véfengjanlegar spurningar eins og þær væru spurningar um hagræna skilvirkni, heimavöllur sérfræðinga.“ (bls. 19-20) „Ógeðs yfirklór“ heimsborgarans Klofningurinn í pólitískri orðræðu þýddi að frjálst hnattrænt flæði fjármagns öðlaðist heimsborgaralega mynd hins framfarasinnaða og upplýsta gagnstætt lúðalegri og ættbálkalegri verndarhyggju og slagsmálalöngun segir Sandel (bls. 20) sem veit náttúrlega að það er ekki svo einfalt. Skáldið Stephan G. Stephansson sá til að mynda í gegnum yfirdrepskap þessarar hliðar á heimsborgaranum. Hann fyrirleit arðrán, nýlendukúgun stórþjóðanna ekki síst, „þá skömm og slit / fjáðra landa að lifa á undirgefnum.“ Hann virti þá þjóð mest sem „göfugast og mest / gerir heimi gott af smæstum efnum“ og sjálfum þótti honum best þegar aleigan var „gróðrarblær og bláminn yfir himin“. Í orðum hans felast sjálfstraust og reisn, sjálfsþekking sem gerði honum kleift að fordæma nákvæmlega þá sömu heimsborgarahugsun og Michael Sandel gerði 117 árum síðar: „Heimsborgari er ógeðs yfirklór – / alþjóðrækni er hverjum manni of stór, / út úr seiling okkar stuttu höndum“ (Kvæðið Ferðaföggur, Andvökur II, 408-423). Fólk gætir ekki að því að hugmyndin um verðleika í heimsborgaralegu samhengi er fyrst og fremst sniðin að flæði fjármagns og varnings, fjarri hversdagshagsmunum venjulegs fólks. Hún er þannig sama marki brennd og frjálshyggjuhagfræðin, að mikið hvílir á litlum sem engum forsendum, samfélag manna er miklu flóknara en svo að slíkar hugmyndir geti talist einhlítar. Menningarleg, forvitin fjölhyggja gagnvart öðrum menningarheimum, og virðing fyrir þeim, er af allt öðrum toga, það eru að miklu leyti forréttindi að eiga kost á að njóta slíks, yfirlætislaust. Sandel rekur djúpar rætur verðleikahyggjunnar (meðal annars trúarlegar) og fjölbreyttar birtingarmyndir og þróunarlínur en uppgangur hennar hófst með frjálshyggjuskeiðinu sem kennt er við Reagan og Thatcher en komst verulega á flug með misheppnuðum viðbrögðum Clintons og Blairs við frjálshyggjunni. Obama lét heldur ekki sitt eftir liggja í vegsömun verðleikanna. Afleiðingarnar eru alvarlegt siðferðisrof þegar teknókratísk útgáfa okkar af verðleikahyggju „klippir á tengslin milli verðleika og siðferðislegrar dómgreindar.“ Á vettvangi efnahags eru almannaheill einfaldlega skilgreind út frá hagvexti og framlag fólks því metið „eftir markaðsvirði vörunnar eða þjónustunnar sem það selur. Á vettvangi stjórnvalda er gert ráð fyrir að verðleikar þýði teknókratísk sérfræðikunnátta“ (bls. 28). Þannig er í framhaldi af þessu nærtækt að álykta að smættun markaðshyggjunnar sé tvöföld, fyrst eru hlutir eða vörur smættaðar úr nytjagildi í markaðsvirði og síðan manneskjur, mannlegir eiginleikar gerðir að vörum á markaði. En Sandel heldur áfram: Vegna þessa þrönga sjónarhorns eru helst hagfræðingar fengnir til ráðgjafar við stefnumótun út frá skilningi markaðarins á almannagæðum og það hefur í för með sér „bresti í almennri umræðu við að taka til umræðu hinar stóru siðferðislegu og borgaralegu spurningar sem ættu að vera kjarni pólitískrar umræðu. Hvað ættum við að gera gagnvart vaxandi ójöfnuði? Hvert er siðferðislegt mikilvægi landamæra þjóða? Í hverju liggur reisn starfsins? Hvað skuldum við hvert öðru sem samfélagsborgarar?“ ( bls. 28) Fjárnám siðferðis og mannleg reisn Með nýklassískri hagfræði frjálshyggjunnar óx þeirri hugmynd ásmegin að efnahagslegt framlag fólks í krónum og aurum jafngilti nánast siðferðislegu verðmæti þeirra. Slíkt mætti kalla fjárnám siðferðisins. Sandel segir Friedrich Hayek (1899-1982, guðfaðir nýfrjálshyggjunnar) hafa brætt saman markaðsvirði og raunvirði sem sé rangt og tekur háðslegt dæmi af efnafræðikennaranum í sjónvarpsþáttaseríunni Breaking Bad sem framleiddi svo hreint metamfetamín að markaðsvirði þess var gífurlegt. Engum dytti í hug að meta það framlag hans sem verðmætara en framlag hans sem kennara, þótt það væri þó í samræmi við þá sambræðslu. Frank Knight (1885-1972), einn stofnenda Chicago-frjálshyggjuskólans og tilheyrandi hömluleysis í hagfræði hrakti þessa hugmynd rækilega en engu að síður aðhylltist N. Gregory Mankiw þá hugmynd að fólk ætti siðferðislegan rétt á hverjum þeim tekjum sem það gæti aflað og eigi „siðferðislegan rétt á jaðarafurðum framleiðslu sinnar.“ (bls. 136-140). Mankiw er höfundur ábatasamra Econ 101 kennslubóka í hagfræði sem Erickson er tíðrætt um. Hann er sagður hallast að hagfræðikenningum Keynes og má þó eiga það að hann sagði sig úr Repúblikanaflokknum vegna Trumps. Verðleikavandinn er fyrst og fremst siðferðislegur og sprettur af teknókratískri smættun alls inn á svið hagstærða og er af sama toga og lýsing Ericksons á einangrandi sjálfsupphafningu nýklassískrar hagfræði. Lausnin sem Sandel boðar á þessum vanda er einföld, auðmjúk virðing fyrir gildi vinnunnar, ekki ólíkt lýsingu Laxness hér að framan, því hún er ekki bara öflun lífsviðurværis heldur um leið framlag hvers og eins til almannheilla, hvort sem hún aflar hárra launa og velgengni eða ekki. Þetta sá Robert Kennedy, í annarri ræðu í sömu kosningabaráttu, þegar hann talaði um sársauka atvinnuleysisins og sagði að það væri ekki aðeins að hinn atvinnulausa vantaði tekjur, heldu væri hann sviptur möguleikanum á að leggja sitt af mörkum. „Atvinnuleysi þýðir að hafa ekkert að gera – sem þýðir að hafa ekkert að gera með okkur hinum“ segir Sandel (bls. 206). Þessi viðmiðun er allt annað en sá hagvöxtur sem lengi hefur verið trúarleg kennisetning. Hér má aftur vitna í Stephan G., sem í bréfi til vinar síns árið 1906 lýsti því að hann væri ekki ríkur að efnislegum gæðum. Þegar hann hóf búskap 40 árum fyrr átti hann öxi, skóflu og 75 sent í vasanum. Nú ætti hann meira af öllu og stundum meiri peninga í vasanum og stundum minni en hann hneigðist til ritstarfa og kvartaði helst yfir því að geta ekki náð sér í blöð og bækur til að fylgjast með straumum samtíðarinnar. Og stundum hefði verið erfitt að þurfa út að vinna þegar gott yrkisefni hafði dottið ofaní hugann. En skort á ríkidæmi kenndi hann „engu nema sjálfskaparvítum. H[e]fði ég beitt því litla viti, sem ég hefi, til fjárdráttar, eins í öllu, sem lög leyfa, þá trúi ég ekki öðru en að ég hefði getað staðið þar hverjum óvönduðum meðal-mauraþegn jafnfætis.“ (Bréf og ritgerðir II, 128, til Eggerts Jóhannssonar 11. jan.) Hann hafði val, hefði getað orðið ágjarn maurapúki en hann lagði rækt við sína eigin verðleika, visku og skáldgáfu sem voru samþætt vinnunni, brauðstritinu. Í kveðskap og öðrum skrifum Stephans er vinnan merkingarþrungin, hluti af sterkri sjálfsmynd og reisn en þó má sjá á síðustu árum að duttlungar auðmagnsins holuðu merkingu vinnunnar að innan og kreppa svarf að síðustu æviár hans. Innihaldsrík vinna eða bara neysla? Líklega er sú raunin með þorra fólks, að það vill bara koma sér svo fyrir í lífinu að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni, án þess að eiga sér drauma um stórfenglegt ríkidæmi. Inntak vinnunnar er mikilvægt, að fólk njóti hennar og njóti virðingar fyrir margvíslegt framlag sitt til samfélagsins, vinnu og aðrar verðmætar athafnir. Hlutverk okkar eða framlag er ekki að vera neytendur í neysludrifnu hagkerfi, heldur að reiða fram gæði, á vinnumarkaði og í einkalífi, þó ekki sé nema með því að vera til og lifa með reisn. Sandel segir að þótt sé bætt sé úr ójöfnuði með því að auka kaupmátt launþega eða styrkja velferðarkerfið hrökkvi það skammt gagnvart djúpstæðri gremju sem „snýst um glataða viðurkenningu og virðingu. Þó að minnkandi kaupgeta skipti vissulega máli, er sá skaði sem mest espar reiði vinnandi stétta unninn á stöðu þeirra sem framleiðendur, sem leggja iðju sína fram til samfélagsins. Þessi skaði er sameinuð áhrif verðleikatengdrar flokkunar og markaðsdrifinnar hnattvæðingar“ segir Sandel og bendir á að aðeins sé ein leið til úrbóta: „Aðeins pólitísk stefna sem viðurkennir þessar skemmdir og reynir að endurnýja reisn vinnunnar getur talað af skilvirkni til þeirrar óánægju sem gruggar pólitík okkar. Slík stefna verður að veita athygli framlagstengdu jafnt sem dreifingartengdu réttlæti. Það er vegna þess að reiðin á sveimi er, í það minnsta að hluta til, viðurkenningarkreppa. Og það er hlutverk okkar sem framleiðenda, ekki neytenda, að við leggjum af mörkum til almannagæða og ávinnum okkur viðurkenningu fyrir að gera það“ (bls. 208). Virðing og jöfnuður Sandel er vissulega að tala um aðstæður í Bandaríkjunum og að nokkru leyti á Englandi en trúlega má tengja þetta við uppgang popúlisma mun víðar. Þessa tilhneigingu og aðstæður má líka sjá hér á landi þótt verðbólga og húsnæðismál yfirskyggi allt um þessar mundir. Verðleikahugsunin er áberandi og helst í hendur við almenna láglaunastefnu þar sem það er föst mantra atvinnurekenda að allt fari á hliðina hækki lægstu launin meira en annarra. Og þá mætti leiða hugann að vinnu innflytjenda á Íslandi, sem mörg vinna þau skammarlega launuðu störf sem landinn nennir ekki að vinna lengur. Þar er nýr hópur til að líta niður á út frá verðleikahugsuninni, sem hugsanlega nærir einmitt þann launaþjófnað og dauðagildrur sem reglulega birtast í fréttum. Margvísleg umönnunarstörf, hreingerningar og byggingarvinna eru mikilvæg störf sem að sjálfsögðu verðskulda ekki minni virðingu en störf þeirra sem færa peninga út og suður og sem mest í eigin vasa. Öll vinna verðskuldar virðingu og það hefur verið vitað lengi. Sandel vitnar í Aristóteles sem „sagði að mannleg blómstrun sé háð því að átta sig á eðli okkar í gegnum rækt við og þjálfun getu okkar“ (bls 209) og þetta vissi Stephan G. þegar hann talaði um „hirðulaust“ atgervi, að leggja þurfi rækt við hæfileika fólks, og „menntað afl og önd“ sem byggir á rækt við skilning, siðferði og handverk. Allt tengist þetta inntaki, merkingu og dýpra virði vinnunnar sem kapítalíska hamstrahjólið spillir með smættuninni niður í markaðsvirði. Það sá Stephan betur en flestir: „Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elst sem fúinn í lifandi trjám, en hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám.“ Einmitt virðingin fyrir inntaki starfana er nú orðin sýnilegri í baráttu sumra stéttarfélaga fyrir kjörum hinna lægst launuðu. Hiklaus og harðsnúin barátta láglaunastétta er ekki einungis sjálfsögð barátta um krónur, aura og jöfnuð, heldur einnig kraftmikil krafa um virðingu, virðingu fyrir verðleikum þeirra sem vinna þau störf sem verðleikahyggjan hefur sjálfkrafa gert lítið úr. Eðlilegar kröfur láglaunastétta um mannsæmandi laun eru um leið að verða kröfur um að virðing sé borin fyrir störfum þeirra og þar með þeim sjálfum. Reyndar hafa einhverjir ranglega stimplað harða kjarabaráttu láglaunafólks sem popúlisma, þó að þar sé fyrst og fremst á ferðinni krafa um kjarabætur og virðingu, kannski vegna þess að krafan ógnar verðleikahyggjunni. Sumir leiðtogar launþega bera takmarkaða virðingu fyrir hagvaxtarmöntrunni og það getur verið kostulegt að fylgjast með skelfingu atvinnurekenda og stjórnmálamanna þegar öflugt forystufólk hinna lægst launuðu setur fram sjálfsagðar kröfur um drjúgar kjarabætur. Fjölmargt fólk sameinast um að rakka þessa leiðtoga niður, stökkva á hvert tækifæri og ummæli vegna ógnunar þeirra við völd og ítök. Hins vegar er aukinn jöfnuður einfaldlega ein skilvirkasta leiðin til að ná fram samfélagsumbótum og jafnvægi. Og þá mætti hugleiða hvort ekki hefði verið betra að komast hjá því að sumar mikilvægustu stéttir samfélagsins, kennarar, hjúkrunarfræðingar og aðrir illa launaðir starfsmenn skóla og heilbrigðiskerfis þyrftu að eyða ómældum kröftum í erfiða kjarabaráttu. Þessi störf eru merkilegri og mikilvægari en allt sem unnið er í bankakerfinu. En jöfnuður er ekki einungis samfélagslegur í hefðbundnum skilninigi, heldur einnig ein skilvirkasta leiðin á vistkreppuvanda heimsins. Jöfnuður og hægari kjör með styttum vinnutíma gæfu til að mynda færi á að sleppa af hamstrahjólinu og skoða í rólegheitum líf sitt heima fyrir og í víðara samhengi. Í næstu grein verður fjallað um hjöðnun (e. degrowth) og hugmyndir Jason Hickel. Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um jöfnuð og framhald lífs á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Tengdar fréttir Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Verðleikar, mannleg reisn og jöfnuður Þriðja grein af fimm um hagfræði, jöfnuð, vistkreppu og velsæld. Í fyrri greinum var fjallað um hagvöxt og fótfestuleysi frjálshyggjuhagfræði í efnislegum veruleika, fjárnám hugarfars, spillingarsögu hrunsins og ýmsar gagnrýnar hugmyndir í hagfræði. Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. Hvað sem því líður er hagfræði frjálshyggjunnar orðin hugsunarhættinum svo samgróin að efasemdir komast naumast að. Hagvöxtur er vissulega fræðilegt mælitæki á verðmætasköpun og gagnlegur í því afmarkaða samhengi en er um leið orðinn trúarleg mantra um hvað sé eftirsóknarvert, sem æði margir hagfræðingar halda á lofti og fæstir stjórnmálamenn þora að draga í efa. Samt hafa verið uppi efasemdir um gildi hagvaxtar allt frá upphafi en einkum frá sjöunda og áttunda áratugnum þegar fólk áttaði sig á að vistkerfi jarðar leyfðu slíkt einfaldlega ekki. Um hríð var haldið í þá hugmynd að tækniframfarir gætu tryggt vöxt en það var skammgóður vermir og nú er orðið ljóst að eina leiðin út úr vanda heimsins er sú að skrúfa niður vöxt. Það þarf að gerast samfara samfélagslegu réttlæti og þá koma fleiri þættir inn í myndina. Jon D. Erickson, sem fjallað er um í fyrri greinum, vitnar í Cambridge-hagfræðinginn Ha-Joon Chang sem sagði: „Um leið og fátækt fólk hefur verið sannfært um að fátæktin sé þess eigin sök, að hver sá sem hafi grætt helling af peningum hljóti að eiga það skilið og að það geti líka orðið ríkt ef það leggi nógu mikið á sig, þá verður lífið auðveldara fyrir hina ríku.“ (The Progress Illusion. Reclaiming our Future from the Fairytale of Economics bls. 123) Þessi elítismi sýnir harðstjórn verðleikahyggjunnar. Siðferðisinntak launavinnunnar og smættun Fyrir meira en hálfri öld, löngu áður en sú verðleikahyggja var hafin til vegs sem hefur tröllriðið Vesturlöndum undanfarna áratugi, var Halldór Laxness í mesta sakleysi að skrifa um skort á almennilegum ostum á Íslandi og vék þá orðum að kjörum verkamanna. „Það væri ánægjulegt ef krafan um mannsæmandi vandvirkni væri hjá öllum verkamönnum, svo og í verkalýðsblöðum, samferða kröfunni um mannsæmandi kaup. Allir verkamenn ættu að heimta að mega vinna verk sín af mannsæmandi vandvirkni eða leggja niður vinnu ella. Það er ekki nema sjálfsagt að heimta mannsæmandi kaup, en meðan enn er til verkamaður og sjálfvirkar vélar ekki orðnar alráðar, þá er krafan um fullkomnun verksins siðferðisgrundvöllur verkamannsins; því hvar á hann annars að finna fullkomnun í lífi sínu?“ (Halldór Laxness, Íslendingaspjall, Rv. 1967, bls 128-129) Í þessum orðum felst merkileg tenging milli launa og inntaks vinnunnar, krafa um að vinnan hafi inntak, sem gengur á sinn hátt gegn þeirri firringu sem einkennir drjúgan hluta launavinnu í kapítalísku samfélagi. Að baki þessari kröfu er hugmynd um að allir þurfi að hafa siðferðisgrunn fyrir störf sín, að í framlagi þeirra liggi kannski rætur eða kjarni sjálfsmyndar, hugmyndar um eigin verðleika. Ef sú sjálfsmynd er löskuð er óhjákvæmilega dreginn kraftur úr hinni sjálfsögðu kjarabaráttu og sá broddur sem beinist gegn arðráni er slævður. Samfara nýfrjálshyggjunni kom verðleikahyggja fram á sjónarsviðið, sem felur í sér afar þrönga og smættandi sýn sem bjagar ábyrgð og samræðu í samfélaginu, og er þannig uppskrift að djúpstæðu ójafnvægi sem hefur átt sinn þátt í uppgangi popúlisma á síðustu árum. Smættun er þegar flókin fyrirbæri eru dregin saman í einfaldar stærðir sem auðveldara er að ráðskast með, eða afmarkaðir eiginleikar upphafnir en horft framhjá öðrum. Manneskjur verða þá að einingum í tölfræði eða vinnuafli í efnahagsreikningi, náttúrufyrirbæri að einhverju sem nýta þurfi. Versta tegund smættunar er afmennskun, þegar lifandi fólki er lýst sem skepnum, skynlausum þrælum, líflausum viðfangsefnum eða peðafjölda á vígvelli. Tæknihyggja er fylgifiskur smættunar og kemur fram í því þegar smættuð fyrirbæri verða hluti af tæknilegri lausn sem horfir framhjá öllum öðrum eiginleikum. Smættun verðleikahyggjunnar felst því í því þegar velgengni í samfélagi er bundin við þröngar og fjárhagslegar efnalegar forsendur. Þá lenda margir útundan. Michael Sandel og verðleikahyggjan Michael Sandel, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Harvardháskóla, hefur í bókinni The Tyranny of Merit: Can We Find the Common Good? (2020), sett fram hvassa gagnrýni á það sem hann kallar verðleikahyggju (e. meritocracy), þá hugmynd að velgengni manna verði að vera verðskulduð og velgengni öðlist menn með verðlagningu eigin menntunar og kunnáttu. Vilhjálmur Árnason heimspekingur skrifaði prýðilega grein þar sem hann skýrir vel hugmyndir Sandels í Kjarnann 12. september 2022. Við fyrstu sýn gæti virst sem komið væri til móts við hugmynd Laxness um siðferðisgrunn vinnunnar en svo er þó einmitt ekki. Sú verðleikahyggja sem Sandel lýsir hefur losað sig frá gamalgróinni og nánast horfinni virðingu fyrir vinnu sem slíkri sem í æ ríkari mæli er skoðuð út frá skiptagildi vinnuaflsins, í fullu samræmi við kapítalísk umskipti frá notagildi til verðgildis og hefur aukinheldur sáð gremju sem popúlistar hafa óspart nýtt sér. Sandel segir fullum fetum að sigrar Brexit og Trump árið 2016 hafi verið „gremjuþrungnir áfellisdómar yfir áratugum vaxandi ójöfnuðar og þeirrar tegundar hnattvæðingar sem gagnast þeim sem sem eru á toppnum en skilur venjulega samfélagsborgara eftir í tilfinningu valdleysis. Þeir voru einnig ofanígjöf fyrir þá tæknihyggju stjórnmálanna sem er ónæm fyrir gremju fólks sem finnst að efnahagurinn og menningin hafi skilið þau eftir“ (The Tyranny of Merit bls. 17). Þessi staða er ekki afleiðing af framgöngu illra og óræðra afla heldur augljós mannasetning, sprottin af smættandi hagkerfi og stjórnunarháttum pólitiskra meginstraumsflokka, hvað sem þeir svosem kenna sig við. Þetta eru hugmyndir skrifaðar inn í kerfið. Hnattvæðing síðustu fjögurra áratuga vegur þar þyngst segir Sandel. Hún er oft sett fram í nafni frjálsra alþjóðasamskipta sem verða vafasöm þegar þau eru smættuð í viðskiptatengsl stórfyrirtækja og arðrán farandvinnuafls. Sandel segir hins vegar að tvö atriði vegi þyngst, annars vegar hin teknókratíska leið hnattvæðingar „til skilnings á almannagæðum, hitt er verðleikahyggjuleið til að skilgreina sigurvegara og tapara“ (bls 19). Svo skýrir hann þennan tæknihyggjuskilning stjórnmála nánar, að hann sé rígbundinn við trúna á markaðsöflin, „ekki endilega hömlulausan laissez-faire kapítalisma, heldur þá víðtækari trú að gangverk markaðsins sé aðaltækið til að ávinna almannagæðin. Þessi aðferð við að hugsa um pólitík er teknókratísk að því leyti að hún hreinsar opinbera umræðu af mikilvægum siðferðisröksemdum og fer með hugmyndafræðilega véfengjanlegar spurningar eins og þær væru spurningar um hagræna skilvirkni, heimavöllur sérfræðinga.“ (bls. 19-20) „Ógeðs yfirklór“ heimsborgarans Klofningurinn í pólitískri orðræðu þýddi að frjálst hnattrænt flæði fjármagns öðlaðist heimsborgaralega mynd hins framfarasinnaða og upplýsta gagnstætt lúðalegri og ættbálkalegri verndarhyggju og slagsmálalöngun segir Sandel (bls. 20) sem veit náttúrlega að það er ekki svo einfalt. Skáldið Stephan G. Stephansson sá til að mynda í gegnum yfirdrepskap þessarar hliðar á heimsborgaranum. Hann fyrirleit arðrán, nýlendukúgun stórþjóðanna ekki síst, „þá skömm og slit / fjáðra landa að lifa á undirgefnum.“ Hann virti þá þjóð mest sem „göfugast og mest / gerir heimi gott af smæstum efnum“ og sjálfum þótti honum best þegar aleigan var „gróðrarblær og bláminn yfir himin“. Í orðum hans felast sjálfstraust og reisn, sjálfsþekking sem gerði honum kleift að fordæma nákvæmlega þá sömu heimsborgarahugsun og Michael Sandel gerði 117 árum síðar: „Heimsborgari er ógeðs yfirklór – / alþjóðrækni er hverjum manni of stór, / út úr seiling okkar stuttu höndum“ (Kvæðið Ferðaföggur, Andvökur II, 408-423). Fólk gætir ekki að því að hugmyndin um verðleika í heimsborgaralegu samhengi er fyrst og fremst sniðin að flæði fjármagns og varnings, fjarri hversdagshagsmunum venjulegs fólks. Hún er þannig sama marki brennd og frjálshyggjuhagfræðin, að mikið hvílir á litlum sem engum forsendum, samfélag manna er miklu flóknara en svo að slíkar hugmyndir geti talist einhlítar. Menningarleg, forvitin fjölhyggja gagnvart öðrum menningarheimum, og virðing fyrir þeim, er af allt öðrum toga, það eru að miklu leyti forréttindi að eiga kost á að njóta slíks, yfirlætislaust. Sandel rekur djúpar rætur verðleikahyggjunnar (meðal annars trúarlegar) og fjölbreyttar birtingarmyndir og þróunarlínur en uppgangur hennar hófst með frjálshyggjuskeiðinu sem kennt er við Reagan og Thatcher en komst verulega á flug með misheppnuðum viðbrögðum Clintons og Blairs við frjálshyggjunni. Obama lét heldur ekki sitt eftir liggja í vegsömun verðleikanna. Afleiðingarnar eru alvarlegt siðferðisrof þegar teknókratísk útgáfa okkar af verðleikahyggju „klippir á tengslin milli verðleika og siðferðislegrar dómgreindar.“ Á vettvangi efnahags eru almannaheill einfaldlega skilgreind út frá hagvexti og framlag fólks því metið „eftir markaðsvirði vörunnar eða þjónustunnar sem það selur. Á vettvangi stjórnvalda er gert ráð fyrir að verðleikar þýði teknókratísk sérfræðikunnátta“ (bls. 28). Þannig er í framhaldi af þessu nærtækt að álykta að smættun markaðshyggjunnar sé tvöföld, fyrst eru hlutir eða vörur smættaðar úr nytjagildi í markaðsvirði og síðan manneskjur, mannlegir eiginleikar gerðir að vörum á markaði. En Sandel heldur áfram: Vegna þessa þrönga sjónarhorns eru helst hagfræðingar fengnir til ráðgjafar við stefnumótun út frá skilningi markaðarins á almannagæðum og það hefur í för með sér „bresti í almennri umræðu við að taka til umræðu hinar stóru siðferðislegu og borgaralegu spurningar sem ættu að vera kjarni pólitískrar umræðu. Hvað ættum við að gera gagnvart vaxandi ójöfnuði? Hvert er siðferðislegt mikilvægi landamæra þjóða? Í hverju liggur reisn starfsins? Hvað skuldum við hvert öðru sem samfélagsborgarar?“ ( bls. 28) Fjárnám siðferðis og mannleg reisn Með nýklassískri hagfræði frjálshyggjunnar óx þeirri hugmynd ásmegin að efnahagslegt framlag fólks í krónum og aurum jafngilti nánast siðferðislegu verðmæti þeirra. Slíkt mætti kalla fjárnám siðferðisins. Sandel segir Friedrich Hayek (1899-1982, guðfaðir nýfrjálshyggjunnar) hafa brætt saman markaðsvirði og raunvirði sem sé rangt og tekur háðslegt dæmi af efnafræðikennaranum í sjónvarpsþáttaseríunni Breaking Bad sem framleiddi svo hreint metamfetamín að markaðsvirði þess var gífurlegt. Engum dytti í hug að meta það framlag hans sem verðmætara en framlag hans sem kennara, þótt það væri þó í samræmi við þá sambræðslu. Frank Knight (1885-1972), einn stofnenda Chicago-frjálshyggjuskólans og tilheyrandi hömluleysis í hagfræði hrakti þessa hugmynd rækilega en engu að síður aðhylltist N. Gregory Mankiw þá hugmynd að fólk ætti siðferðislegan rétt á hverjum þeim tekjum sem það gæti aflað og eigi „siðferðislegan rétt á jaðarafurðum framleiðslu sinnar.“ (bls. 136-140). Mankiw er höfundur ábatasamra Econ 101 kennslubóka í hagfræði sem Erickson er tíðrætt um. Hann er sagður hallast að hagfræðikenningum Keynes og má þó eiga það að hann sagði sig úr Repúblikanaflokknum vegna Trumps. Verðleikavandinn er fyrst og fremst siðferðislegur og sprettur af teknókratískri smættun alls inn á svið hagstærða og er af sama toga og lýsing Ericksons á einangrandi sjálfsupphafningu nýklassískrar hagfræði. Lausnin sem Sandel boðar á þessum vanda er einföld, auðmjúk virðing fyrir gildi vinnunnar, ekki ólíkt lýsingu Laxness hér að framan, því hún er ekki bara öflun lífsviðurværis heldur um leið framlag hvers og eins til almannheilla, hvort sem hún aflar hárra launa og velgengni eða ekki. Þetta sá Robert Kennedy, í annarri ræðu í sömu kosningabaráttu, þegar hann talaði um sársauka atvinnuleysisins og sagði að það væri ekki aðeins að hinn atvinnulausa vantaði tekjur, heldu væri hann sviptur möguleikanum á að leggja sitt af mörkum. „Atvinnuleysi þýðir að hafa ekkert að gera – sem þýðir að hafa ekkert að gera með okkur hinum“ segir Sandel (bls. 206). Þessi viðmiðun er allt annað en sá hagvöxtur sem lengi hefur verið trúarleg kennisetning. Hér má aftur vitna í Stephan G., sem í bréfi til vinar síns árið 1906 lýsti því að hann væri ekki ríkur að efnislegum gæðum. Þegar hann hóf búskap 40 árum fyrr átti hann öxi, skóflu og 75 sent í vasanum. Nú ætti hann meira af öllu og stundum meiri peninga í vasanum og stundum minni en hann hneigðist til ritstarfa og kvartaði helst yfir því að geta ekki náð sér í blöð og bækur til að fylgjast með straumum samtíðarinnar. Og stundum hefði verið erfitt að þurfa út að vinna þegar gott yrkisefni hafði dottið ofaní hugann. En skort á ríkidæmi kenndi hann „engu nema sjálfskaparvítum. H[e]fði ég beitt því litla viti, sem ég hefi, til fjárdráttar, eins í öllu, sem lög leyfa, þá trúi ég ekki öðru en að ég hefði getað staðið þar hverjum óvönduðum meðal-mauraþegn jafnfætis.“ (Bréf og ritgerðir II, 128, til Eggerts Jóhannssonar 11. jan.) Hann hafði val, hefði getað orðið ágjarn maurapúki en hann lagði rækt við sína eigin verðleika, visku og skáldgáfu sem voru samþætt vinnunni, brauðstritinu. Í kveðskap og öðrum skrifum Stephans er vinnan merkingarþrungin, hluti af sterkri sjálfsmynd og reisn en þó má sjá á síðustu árum að duttlungar auðmagnsins holuðu merkingu vinnunnar að innan og kreppa svarf að síðustu æviár hans. Innihaldsrík vinna eða bara neysla? Líklega er sú raunin með þorra fólks, að það vill bara koma sér svo fyrir í lífinu að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni, án þess að eiga sér drauma um stórfenglegt ríkidæmi. Inntak vinnunnar er mikilvægt, að fólk njóti hennar og njóti virðingar fyrir margvíslegt framlag sitt til samfélagsins, vinnu og aðrar verðmætar athafnir. Hlutverk okkar eða framlag er ekki að vera neytendur í neysludrifnu hagkerfi, heldur að reiða fram gæði, á vinnumarkaði og í einkalífi, þó ekki sé nema með því að vera til og lifa með reisn. Sandel segir að þótt sé bætt sé úr ójöfnuði með því að auka kaupmátt launþega eða styrkja velferðarkerfið hrökkvi það skammt gagnvart djúpstæðri gremju sem „snýst um glataða viðurkenningu og virðingu. Þó að minnkandi kaupgeta skipti vissulega máli, er sá skaði sem mest espar reiði vinnandi stétta unninn á stöðu þeirra sem framleiðendur, sem leggja iðju sína fram til samfélagsins. Þessi skaði er sameinuð áhrif verðleikatengdrar flokkunar og markaðsdrifinnar hnattvæðingar“ segir Sandel og bendir á að aðeins sé ein leið til úrbóta: „Aðeins pólitísk stefna sem viðurkennir þessar skemmdir og reynir að endurnýja reisn vinnunnar getur talað af skilvirkni til þeirrar óánægju sem gruggar pólitík okkar. Slík stefna verður að veita athygli framlagstengdu jafnt sem dreifingartengdu réttlæti. Það er vegna þess að reiðin á sveimi er, í það minnsta að hluta til, viðurkenningarkreppa. Og það er hlutverk okkar sem framleiðenda, ekki neytenda, að við leggjum af mörkum til almannagæða og ávinnum okkur viðurkenningu fyrir að gera það“ (bls. 208). Virðing og jöfnuður Sandel er vissulega að tala um aðstæður í Bandaríkjunum og að nokkru leyti á Englandi en trúlega má tengja þetta við uppgang popúlisma mun víðar. Þessa tilhneigingu og aðstæður má líka sjá hér á landi þótt verðbólga og húsnæðismál yfirskyggi allt um þessar mundir. Verðleikahugsunin er áberandi og helst í hendur við almenna láglaunastefnu þar sem það er föst mantra atvinnurekenda að allt fari á hliðina hækki lægstu launin meira en annarra. Og þá mætti leiða hugann að vinnu innflytjenda á Íslandi, sem mörg vinna þau skammarlega launuðu störf sem landinn nennir ekki að vinna lengur. Þar er nýr hópur til að líta niður á út frá verðleikahugsuninni, sem hugsanlega nærir einmitt þann launaþjófnað og dauðagildrur sem reglulega birtast í fréttum. Margvísleg umönnunarstörf, hreingerningar og byggingarvinna eru mikilvæg störf sem að sjálfsögðu verðskulda ekki minni virðingu en störf þeirra sem færa peninga út og suður og sem mest í eigin vasa. Öll vinna verðskuldar virðingu og það hefur verið vitað lengi. Sandel vitnar í Aristóteles sem „sagði að mannleg blómstrun sé háð því að átta sig á eðli okkar í gegnum rækt við og þjálfun getu okkar“ (bls 209) og þetta vissi Stephan G. þegar hann talaði um „hirðulaust“ atgervi, að leggja þurfi rækt við hæfileika fólks, og „menntað afl og önd“ sem byggir á rækt við skilning, siðferði og handverk. Allt tengist þetta inntaki, merkingu og dýpra virði vinnunnar sem kapítalíska hamstrahjólið spillir með smættuninni niður í markaðsvirði. Það sá Stephan betur en flestir: „Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elst sem fúinn í lifandi trjám, en hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám.“ Einmitt virðingin fyrir inntaki starfana er nú orðin sýnilegri í baráttu sumra stéttarfélaga fyrir kjörum hinna lægst launuðu. Hiklaus og harðsnúin barátta láglaunastétta er ekki einungis sjálfsögð barátta um krónur, aura og jöfnuð, heldur einnig kraftmikil krafa um virðingu, virðingu fyrir verðleikum þeirra sem vinna þau störf sem verðleikahyggjan hefur sjálfkrafa gert lítið úr. Eðlilegar kröfur láglaunastétta um mannsæmandi laun eru um leið að verða kröfur um að virðing sé borin fyrir störfum þeirra og þar með þeim sjálfum. Reyndar hafa einhverjir ranglega stimplað harða kjarabaráttu láglaunafólks sem popúlisma, þó að þar sé fyrst og fremst á ferðinni krafa um kjarabætur og virðingu, kannski vegna þess að krafan ógnar verðleikahyggjunni. Sumir leiðtogar launþega bera takmarkaða virðingu fyrir hagvaxtarmöntrunni og það getur verið kostulegt að fylgjast með skelfingu atvinnurekenda og stjórnmálamanna þegar öflugt forystufólk hinna lægst launuðu setur fram sjálfsagðar kröfur um drjúgar kjarabætur. Fjölmargt fólk sameinast um að rakka þessa leiðtoga niður, stökkva á hvert tækifæri og ummæli vegna ógnunar þeirra við völd og ítök. Hins vegar er aukinn jöfnuður einfaldlega ein skilvirkasta leiðin til að ná fram samfélagsumbótum og jafnvægi. Og þá mætti hugleiða hvort ekki hefði verið betra að komast hjá því að sumar mikilvægustu stéttir samfélagsins, kennarar, hjúkrunarfræðingar og aðrir illa launaðir starfsmenn skóla og heilbrigðiskerfis þyrftu að eyða ómældum kröftum í erfiða kjarabaráttu. Þessi störf eru merkilegri og mikilvægari en allt sem unnið er í bankakerfinu. En jöfnuður er ekki einungis samfélagslegur í hefðbundnum skilninigi, heldur einnig ein skilvirkasta leiðin á vistkreppuvanda heimsins. Jöfnuður og hægari kjör með styttum vinnutíma gæfu til að mynda færi á að sleppa af hamstrahjólinu og skoða í rólegheitum líf sitt heima fyrir og í víðara samhengi. Í næstu grein verður fjallað um hjöðnun (e. degrowth) og hugmyndir Jason Hickel. Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um jöfnuð og framhald lífs á jörðinni.
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun