Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 18:19 Leyniskyttur þurfa að taka margar jöfnur inn í reikninga sína á löngum skotum. Þessi myndin var tekin á þjálfun úkraínskra leyniskytta fyrr á árinu. Getty/Ozge Elif Kizil Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira