Samviskusáttmálinn Stefán Halldórsson skrifar 4. desember 2023 14:31 Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun