Miskunnsamur samverji „tekinn af lífi“ af hermönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 18:46 Fjölskylda mannsins sem réði örlögum tveggja manna sem hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalem segir hann hafa verið tekinn af lífi af ísraelskum hermönnum. Óbreyttur borgari sem réði niðurlögum tveggja hryðjuverkamanna eftir að þeir hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalemborg var drepinn af ísraelskum hermönnum sem héldu hann sjálfan vera hryðjuverkamann. Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira