Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grindavíkur Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 14:45 Garðar, Kristinn og Darri Vísir/Ívar Fannar Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina. Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“ Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“
Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47