Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grindavíkur Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 14:45 Garðar, Kristinn og Darri Vísir/Ívar Fannar Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina. Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“ Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“
Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47