Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 1. desember 2023 13:01 Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun