Mannskæð skotárás í Jerúsalem Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 23:03 Þrír eru látnir og fjölmargir særðir eftir skotárás Hamas-liða í Jerúsalemborg í dag. EPA/Abir Sultan Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36