Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 22:27 Fáir bátar voru eftir í Grindavíkurhöfn föstudaginn 10. nóvember þegar bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. „Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“ Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
„Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“
Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira