Fjórðu fangaskiptin afstaðin en útlit fyrir áframhaldandi átök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 06:47 Hamas-liðar slepptu í gær bræðrunum Tal Goldstein Almog, 9 ára, og Gal Goldstein Almog, 11 ára. AP/Ísraelsher Fjórðu fangaskipti Ísrael og Hamas hafa átt sér stað en Ísraelsmenn létu 33 Palestínumenn lausa í nótt, 30 börn og þrjár konur, gegn lausn ellefu Ísraelsmanna, níu barna og tveggja kvenna, sem voru teknir gíslingu í árásunum 7. október síðastliðinn. Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira