Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 15:15 Konan var stödd undir Hafnarfjalli þegar hurðin á bílnum fauk upp. Vísir/Vilhelm Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári. Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári.
Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira