Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2023 08:20 Elon Musk fer ótroðnar slóðir og hefur gaman að því að storka mönnum og ögra. AP/Kirsty Wigglesworth Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa. X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa.
X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira