Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2023 08:20 Elon Musk fer ótroðnar slóðir og hefur gaman að því að storka mönnum og ögra. AP/Kirsty Wigglesworth Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa. X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa.
X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira