Jóhann Þór: Ætla ekki að fara í sandkassaleik eins og Pétur og Maté Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2023 20:10 Jóhann Þór Ólafsson var ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Grindavík fékk skell gegn Keflavík þar sem liðið tapaði afar sannfærandi 82-111. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik. „Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira