„Þrjár vikur síðan ég fékk hana í fangið. Hjartað springur af ást,“ skrifar Vaka við fallega mynd af þeim mæðgum.
Stúlkan lét foreldra sína heldur betur bíða eftir sér og mætti í heiminn tólf dögum eftir settan dag.
Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Fyrr á árinu fluttu þau inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur sem þau tóku í gegn.
Birnir hefur verið einn vinsælasti rappari Íslands síðastliðin ár. Hann gaf meðal annars út lagið Spurningar með poppkónginum Páli Óskari Hjálmtýssyni sem sló vægast sagt í gegn. Hann hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2022, annars vegar fyrir rapplag ársins og hins vegar fyrir bestu rappplötu ársins.
Vaka starfar hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova og sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari.