Við hvað erum við hrædd? Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 15:01 Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun