Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Kristófer Már Maronsson skrifar 22. nóvember 2023 09:30 Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Flokkur fólksins Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun