Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Kristófer Már Maronsson skrifar 22. nóvember 2023 09:30 Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun