Verulega hægst á sölu flugferða Icelandair til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 19:55 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Verulega hefur hægst á sölu á flugferðum Icelandair til Íslands næstu vikurnar miðað við það sem áður var áætlað vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Þær hafa ekki haft áhrif á flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll og flugáætlun Icelandair er óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að flug yfir vetrarmánuðina bókist seinna en sumarmánuðirnir og að núverandi ástand hafi haft neikvæð áhrif á tekjumyndun síðustu vikna ársins og er tekið fram að ferðamannamarkaðurinn til Íslands sé mikilvægur þáttur í tekjumyndun í nóvember og desember. „Vegna þessarar stöðu hefur afkomuspá sem birt var 13. september sl. verið felld úr gildi og á meðan óvissa er enn uppi er ekki hægt að birta nákvæma afkomuspá fyrir árið í heild. Félagið gerir þó enn ráð fyrir að skila jákvæðri afkomu eftir skatta á árinu 2023,“ segir í tilkynningunni. „Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa ekki haft nein áhrif á flugumferð til og frá Íslandi og við tökum vel á móti ferðamönnum. Atburðirnir hafa hins vegar haft mikil áhrif á líf Grindvíkinga og hugur okkar er hjá þeim,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Við höfum verið leiðandi flugfélag á Íslandi í áratugi og höfum mikla reynslu af því að takast á við náttúruöflin og höfum undirbúið okkur vel fyrir mismunandi sviðsmyndir. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og vísindafólk sem fylgist náið með stöðunni og ef til breytinga kemur á flugáætlun munum við upplýsa farþega með okkar venjulegu samskiptaleiðum.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að flug yfir vetrarmánuðina bókist seinna en sumarmánuðirnir og að núverandi ástand hafi haft neikvæð áhrif á tekjumyndun síðustu vikna ársins og er tekið fram að ferðamannamarkaðurinn til Íslands sé mikilvægur þáttur í tekjumyndun í nóvember og desember. „Vegna þessarar stöðu hefur afkomuspá sem birt var 13. september sl. verið felld úr gildi og á meðan óvissa er enn uppi er ekki hægt að birta nákvæma afkomuspá fyrir árið í heild. Félagið gerir þó enn ráð fyrir að skila jákvæðri afkomu eftir skatta á árinu 2023,“ segir í tilkynningunni. „Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa ekki haft nein áhrif á flugumferð til og frá Íslandi og við tökum vel á móti ferðamönnum. Atburðirnir hafa hins vegar haft mikil áhrif á líf Grindvíkinga og hugur okkar er hjá þeim,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Við höfum verið leiðandi flugfélag á Íslandi í áratugi og höfum mikla reynslu af því að takast á við náttúruöflin og höfum undirbúið okkur vel fyrir mismunandi sviðsmyndir. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og vísindafólk sem fylgist náið með stöðunni og ef til breytinga kemur á flugáætlun munum við upplýsa farþega með okkar venjulegu samskiptaleiðum.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira