Verulega hægst á sölu flugferða Icelandair til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 19:55 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Verulega hefur hægst á sölu á flugferðum Icelandair til Íslands næstu vikurnar miðað við það sem áður var áætlað vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Þær hafa ekki haft áhrif á flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll og flugáætlun Icelandair er óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að flug yfir vetrarmánuðina bókist seinna en sumarmánuðirnir og að núverandi ástand hafi haft neikvæð áhrif á tekjumyndun síðustu vikna ársins og er tekið fram að ferðamannamarkaðurinn til Íslands sé mikilvægur þáttur í tekjumyndun í nóvember og desember. „Vegna þessarar stöðu hefur afkomuspá sem birt var 13. september sl. verið felld úr gildi og á meðan óvissa er enn uppi er ekki hægt að birta nákvæma afkomuspá fyrir árið í heild. Félagið gerir þó enn ráð fyrir að skila jákvæðri afkomu eftir skatta á árinu 2023,“ segir í tilkynningunni. „Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa ekki haft nein áhrif á flugumferð til og frá Íslandi og við tökum vel á móti ferðamönnum. Atburðirnir hafa hins vegar haft mikil áhrif á líf Grindvíkinga og hugur okkar er hjá þeim,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Við höfum verið leiðandi flugfélag á Íslandi í áratugi og höfum mikla reynslu af því að takast á við náttúruöflin og höfum undirbúið okkur vel fyrir mismunandi sviðsmyndir. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og vísindafólk sem fylgist náið með stöðunni og ef til breytinga kemur á flugáætlun munum við upplýsa farþega með okkar venjulegu samskiptaleiðum.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að flug yfir vetrarmánuðina bókist seinna en sumarmánuðirnir og að núverandi ástand hafi haft neikvæð áhrif á tekjumyndun síðustu vikna ársins og er tekið fram að ferðamannamarkaðurinn til Íslands sé mikilvægur þáttur í tekjumyndun í nóvember og desember. „Vegna þessarar stöðu hefur afkomuspá sem birt var 13. september sl. verið felld úr gildi og á meðan óvissa er enn uppi er ekki hægt að birta nákvæma afkomuspá fyrir árið í heild. Félagið gerir þó enn ráð fyrir að skila jákvæðri afkomu eftir skatta á árinu 2023,“ segir í tilkynningunni. „Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa ekki haft nein áhrif á flugumferð til og frá Íslandi og við tökum vel á móti ferðamönnum. Atburðirnir hafa hins vegar haft mikil áhrif á líf Grindvíkinga og hugur okkar er hjá þeim,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Við höfum verið leiðandi flugfélag á Íslandi í áratugi og höfum mikla reynslu af því að takast á við náttúruöflin og höfum undirbúið okkur vel fyrir mismunandi sviðsmyndir. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og vísindafólk sem fylgist náið með stöðunni og ef til breytinga kemur á flugáætlun munum við upplýsa farþega með okkar venjulegu samskiptaleiðum.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira