Tek undir með Vilhjálmi Birgissyni um að metnir verði kostir og gallar nýs gjaldmiðils Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:00 Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar