„Núna eru að koma fram eldri karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 15:11 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson „Núna eru að koma fram eldri karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Búnir að bera djúpa skömm og sjálfsfyrirlitningu og aldrei orðað það við neinn. Við það að opna sig og vinna með ofbeldi hef ég séð karlmenn yngjast fyrir framan nefið á mér,“ segir Bjarni Karlsson sálgætir, prestur og siðfræðingur. Bjarni er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Í þættinum ræða þeir um ofbeldismenningu mannkyns, mikilvægi nándar og tengsla í bata og hversu miklu máli skiptir að lifa af alefli, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við getum ekki stungið upp höfðinu, hvað erum við þá að gera hérna? Við verðum að una þeirri staðreynd að lífið er háskalegt og enginn kemst undan því. Það er flókið að vera manneskja en við sem tegund á þessari jörð höfum gríðarlega mikla tilhneigingu til að valda tjóni. Og hver fjárinn er það?“ segir Bjarni á einlægum nótum. Þurfum á hvert öðru að halda Í því samhengi nefnir hann mannlegt markaleysi og hvernig það endurspeglast í muninum á hörmungunum í Grindavík og á Gaza. Annars vegar af völdum náttúrunnar, sem við höfum enga stjórn á og hins vegar mannvonsku. „Allt í einu skapast tilgangur; vakandi innviðir eins og björgunarsveitir og íslenskt samfélag. Við kunnum að standa saman þegar í harðbakkann slær og leggjum til hliðar allan ágreining. Kunnum að vera manneskjur,“ segir Bjarni. „Þegar fólk er framandi hvert öðru og fólk þorir ekki að gera mistök því það verður dæmt harkalega. Túlkunarvandi er svo víða í gangi. Ef ég vil skána, er í djúpum skít og vil ná bata, þá gerist það allt í nándinni og tengslum. Þess vegna þurfum við hvert á öðru að halda.“ Ráðist að kjarna persónunnar Í sinni prestlegu sálgæslu, eins og hann orðar það sjálfur, hefur hann mikið unnið með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Bjarni segist hafa lært ótrúlega margt um kynferðisofbeldi og áhrif þess á heilsu fólks. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að væri svo mikil regla, ekki undantekning. Ákveðið mynstur, t.d. hjá fjölskyldum þar sem barnaníð hefur haft sína farvegi eða í samfélagi þar sem aðgangur að líkama kvenna er eitthvað sem bara gerist. Það að vera þolandi kynferðisofbeldi er rosaleg árás á heilsu fólks. Eins og með kjarnorkusprengju. Geislunaráhrif ætla aldrei að hætta. Þetta er verra en annað ofbeldi. Það er kjarninn í mennskunni að stíga úr fyrir sjálfan sig og mynda kynferðissamband við aðra manneskju. Þarna er ráðist að kjarna persónunnar,“ segir hann. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Bjarni er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Í þættinum ræða þeir um ofbeldismenningu mannkyns, mikilvægi nándar og tengsla í bata og hversu miklu máli skiptir að lifa af alefli, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við getum ekki stungið upp höfðinu, hvað erum við þá að gera hérna? Við verðum að una þeirri staðreynd að lífið er háskalegt og enginn kemst undan því. Það er flókið að vera manneskja en við sem tegund á þessari jörð höfum gríðarlega mikla tilhneigingu til að valda tjóni. Og hver fjárinn er það?“ segir Bjarni á einlægum nótum. Þurfum á hvert öðru að halda Í því samhengi nefnir hann mannlegt markaleysi og hvernig það endurspeglast í muninum á hörmungunum í Grindavík og á Gaza. Annars vegar af völdum náttúrunnar, sem við höfum enga stjórn á og hins vegar mannvonsku. „Allt í einu skapast tilgangur; vakandi innviðir eins og björgunarsveitir og íslenskt samfélag. Við kunnum að standa saman þegar í harðbakkann slær og leggjum til hliðar allan ágreining. Kunnum að vera manneskjur,“ segir Bjarni. „Þegar fólk er framandi hvert öðru og fólk þorir ekki að gera mistök því það verður dæmt harkalega. Túlkunarvandi er svo víða í gangi. Ef ég vil skána, er í djúpum skít og vil ná bata, þá gerist það allt í nándinni og tengslum. Þess vegna þurfum við hvert á öðru að halda.“ Ráðist að kjarna persónunnar Í sinni prestlegu sálgæslu, eins og hann orðar það sjálfur, hefur hann mikið unnið með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Bjarni segist hafa lært ótrúlega margt um kynferðisofbeldi og áhrif þess á heilsu fólks. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að væri svo mikil regla, ekki undantekning. Ákveðið mynstur, t.d. hjá fjölskyldum þar sem barnaníð hefur haft sína farvegi eða í samfélagi þar sem aðgangur að líkama kvenna er eitthvað sem bara gerist. Það að vera þolandi kynferðisofbeldi er rosaleg árás á heilsu fólks. Eins og með kjarnorkusprengju. Geislunaráhrif ætla aldrei að hætta. Þetta er verra en annað ofbeldi. Það er kjarninn í mennskunni að stíga úr fyrir sjálfan sig og mynda kynferðissamband við aðra manneskju. Þarna er ráðist að kjarna persónunnar,“ segir hann. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16