Hótanir og áreiti vegna vegglistaverks: „Ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 22:41 Verk Juliu stendur við Vegamótastíg. Aðsent Listakonan Julia Mai Linnéa Maria hefur unnið að listaverki við Vegamótastíg með skilaboðunum „Frjáls Palestína“ og „Vopnahlé strax“. Hún heldur ótrauð áfram þrátt fyrir áreiti og skemmdir á verkinu. Julia lauk við gerð verksins, sem nú prýðir vegginn við hegningarhúsið á Vegamótastíg á föstudag. Í samvinnu við Félagið Ísland-Palestínu varð til vegglistaverk af palestínskri móður að halda á barni sínu, palestínska fánanum og skilaboðunum „Frjáls Palestína, vopnahlé strax“. Gerð verksins hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Eftir fyrsta daginn var komið fullt af pósterum með einhverju tengdu Ísrael og zionisma,“ segir Julia í samtali við Vísi. Hún hafi ekki látið það á sig fá og kláraði verkið. „En það tók ekki nema fimm eða sex klukkutíma fyrr en einhver var búinn að spreyja yfir,“ segir Julia. „Death cult og Free the hostages.“ Verk Juliu í heild sinni.Aðsend Juliu segist hafa sárnað við því sem við blasti á veggnum. „Það er ógeðslega sárt að sjá að fólk er ekki að sjá þetta fyrir hvað þetta er. Allt það sem er að gerast í Palestínu er bara hörmulegt. Allir þessir krakkar, allar þessar konur og allir þessir menn. Og að taka það út á vegg sem er málaður sem stuðningur við þetta fólk finnst mér ekki í lagi. Þess vegna held ég áfram að mála.“ Kölluð illum nöfnum Þá segist Julia hafa orðið fyrir hótunum þegar hún fór og lagaði verkið í dag eftir að spreyjað hefði verið yfir það. „Það var ein kona sem sagði við mig: ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það,“ segir Julia. þegar Julia hafði ætlað inn í hús hinu megin við götuna hafi konan elt hana. „Hún var að tala um að þetta væri allt saman propaganda og að enginn börn hafi verið myrt,“ segir Julia. Julia segir ólíklegt að verkið fái að vera í friði. Hún ætli samt að halda ótrauð áfram að laga það þegar þörf krefur. Aðsend Seinna í dag þegar Julia var að laga listaverkið komu til hennar hjón frá Ísrael sem sögðu verkið móðgandi og hótuðu að hringja á lögregluna. Í upptöku af atburðinum sem Vísir hefur undir höndum lætur karlmaður illum látum og hrópar í átt að henni að hún sé aumingi. „Mér fannst þetta svo óþægilegt,“ segir Julia. „Ég veit ekkert hvaða fólk þetta er. Þau voru að tala um hvað þetta væri sárt fyrir hana að sjá þennan vegg því hún er frá Ísrael. Ég segi, I understand your pain, en það er mikilvægt að muna eftir því að þegar maður er að tala fyrir hönd Palestínu þá þýðir það ekki að maður sé að styðja Hamas eða á móti Ísraelsbúum.“ Julia segist sannfærð um að atvik eins og þau sem hafa orðið síðan vegglistaverkið var málað. Fullt af fólki sé tilbúið að koma inn og laga verði aftur tekið upp á því að spreyja yfir verkið. „En næst ætla ég ekki að vera ein að mála, það er óþægilegt að vera þarna ein þegar maður er að öskra að manni,“ segir Julia. „Vopnahlé strax.“Aðsend Verk Juliu hefur þó líka vakið jákvæða athygli en hún hjó eftir því í dag að fólk hefði komið fyrir kertum og böngsum við vegginn. „Þetta var einmitt hugsað sem smá minningarveggur líka. Til þess að hafa fókusinn á hvað þetta er mikil hörmung.“ Málaði Justynu um daginn Verk Juliu á veggnum er ekki fyrsta útilistaverk hennar en Julia er listakonan bak við herferðina Þitt nafn bjargar lífi, sem er á vegum Amnesty. Myndin er af Justynu Wydrzyńskasem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu. „Mál Justynu hafði mikil áhrif á mig og mig langar að vinna meira með list sem felur jafnframt í sér mikilvæg skilaboð,“ sagði Julia um verkefnið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Julia lauk við gerð verksins, sem nú prýðir vegginn við hegningarhúsið á Vegamótastíg á föstudag. Í samvinnu við Félagið Ísland-Palestínu varð til vegglistaverk af palestínskri móður að halda á barni sínu, palestínska fánanum og skilaboðunum „Frjáls Palestína, vopnahlé strax“. Gerð verksins hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Eftir fyrsta daginn var komið fullt af pósterum með einhverju tengdu Ísrael og zionisma,“ segir Julia í samtali við Vísi. Hún hafi ekki látið það á sig fá og kláraði verkið. „En það tók ekki nema fimm eða sex klukkutíma fyrr en einhver var búinn að spreyja yfir,“ segir Julia. „Death cult og Free the hostages.“ Verk Juliu í heild sinni.Aðsend Juliu segist hafa sárnað við því sem við blasti á veggnum. „Það er ógeðslega sárt að sjá að fólk er ekki að sjá þetta fyrir hvað þetta er. Allt það sem er að gerast í Palestínu er bara hörmulegt. Allir þessir krakkar, allar þessar konur og allir þessir menn. Og að taka það út á vegg sem er málaður sem stuðningur við þetta fólk finnst mér ekki í lagi. Þess vegna held ég áfram að mála.“ Kölluð illum nöfnum Þá segist Julia hafa orðið fyrir hótunum þegar hún fór og lagaði verkið í dag eftir að spreyjað hefði verið yfir það. „Það var ein kona sem sagði við mig: ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það,“ segir Julia. þegar Julia hafði ætlað inn í hús hinu megin við götuna hafi konan elt hana. „Hún var að tala um að þetta væri allt saman propaganda og að enginn börn hafi verið myrt,“ segir Julia. Julia segir ólíklegt að verkið fái að vera í friði. Hún ætli samt að halda ótrauð áfram að laga það þegar þörf krefur. Aðsend Seinna í dag þegar Julia var að laga listaverkið komu til hennar hjón frá Ísrael sem sögðu verkið móðgandi og hótuðu að hringja á lögregluna. Í upptöku af atburðinum sem Vísir hefur undir höndum lætur karlmaður illum látum og hrópar í átt að henni að hún sé aumingi. „Mér fannst þetta svo óþægilegt,“ segir Julia. „Ég veit ekkert hvaða fólk þetta er. Þau voru að tala um hvað þetta væri sárt fyrir hana að sjá þennan vegg því hún er frá Ísrael. Ég segi, I understand your pain, en það er mikilvægt að muna eftir því að þegar maður er að tala fyrir hönd Palestínu þá þýðir það ekki að maður sé að styðja Hamas eða á móti Ísraelsbúum.“ Julia segist sannfærð um að atvik eins og þau sem hafa orðið síðan vegglistaverkið var málað. Fullt af fólki sé tilbúið að koma inn og laga verði aftur tekið upp á því að spreyja yfir verkið. „En næst ætla ég ekki að vera ein að mála, það er óþægilegt að vera þarna ein þegar maður er að öskra að manni,“ segir Julia. „Vopnahlé strax.“Aðsend Verk Juliu hefur þó líka vakið jákvæða athygli en hún hjó eftir því í dag að fólk hefði komið fyrir kertum og böngsum við vegginn. „Þetta var einmitt hugsað sem smá minningarveggur líka. Til þess að hafa fókusinn á hvað þetta er mikil hörmung.“ Málaði Justynu um daginn Verk Juliu á veggnum er ekki fyrsta útilistaverk hennar en Julia er listakonan bak við herferðina Þitt nafn bjargar lífi, sem er á vegum Amnesty. Myndin er af Justynu Wydrzyńskasem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu. „Mál Justynu hafði mikil áhrif á mig og mig langar að vinna meira með list sem felur jafnframt í sér mikilvæg skilaboð,“ sagði Julia um verkefnið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira