Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 11:23 Friðrik hefur ekki tjáð sig um málið. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023 Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023
Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira