Faraldur ofbeldis og áreitni Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 17. nóvember 2023 08:30 Það er þyngra en tárum taki að skoða niðurstöður úr nýlegri könnun sem VR lét gera meðal félagsfólks. Þar sögðust 54% svarenda hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára þar sem 67% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi. Sömuleiðis er ástandið marktækt verra hjá félagsfólki af erlendum uppruna þar sem 60% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Þetta er ekki ástand sem VR mun sætta sig við. Það rétt að rifja hér upp að félagsfólk VR varð að mæta til vinnu á tímum heimsfaraldurs. Þar sá það til þess að öll hefðum við gott aðgengi að lífsnauðsynjum á borð við matvæli og lyf. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst. Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín. Vanlíðan, þunglyndi og svefnleysi eru vel þekktar afleiðingar þess að verða fyrir áreitni og sífellt stærri hópur fólks þarf að leita sér aðstoðar. En á sama tíma hljótum við að vera sammála um að eftirfarandi hegðun á ekkert erindi inn á vinnustaði og enginn á að þurfa að þola slíkt. Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Í þessu, líkt og á mörgum fleiri sviðum, skipta forvarnir miklu máli. Að huga að sjálfsögðum öryggisatriðum til þess að tryggja öryggi starfsfólks. Að allt starfsfólk viti hvert það getur leitað ef það verður fyrir áreitni eða ofbeldi. Að búið sé að móta viðbrögð við atvikum þar sem starfsfólk verður fyrir áreitni og ofbeldi. Það kemur skýrt fram í könnun VR að þar sem atvinnurekendur hafa látið hjá líða að sinna skyldum sínum þegar kemur að forvörnum verður starfsfólk frekar fyrir áreitni og ofbeldi. Og samkvæmt könnun VR er starfsfólk meira en tvöfalt líklegra til þess að hafa orðið vitni að áreitni eða ofbeldi á þeim vinnustöðum þar sem ekki er fyrirliggjandi áhættumat eða viðbragðsáætlun. Krafa VR er alveg skýr í þessu efni. Tryggja verður öryggi launafólks við vinnu sína. Það er rétt að halda því til haga að margir atvinnurekendur standa sig vel og sömuleiðis er alvarlegt ofbeldi sjaldgæft hér á landi. Erlendis berast reglulega til okkar fréttir af því að starfsfólk í verslun og þjónustu hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi og jafnvel látið lífið við störf sín. Þessi faraldur ofbeldis og áreitni ágerðist við heimsfaraldur Covid og aðgerðum tengdar honum. Hörmuleg dæmi um ofbeldi og svívirðingar sem starfsfólk í verslun hefur þurft að þola hafa birst í fréttum víðsvegar um heim. Alþjóðleg samtök verslunarfólks hafa gert 17. nóvember að alþjóðlegum degi þar sem skorað er á viðskiptavini, atvinnurekendur og stjórnvöld taka höndum saman um aðgerðir til þess að útrýma áreitni og ofbeldi gagnvart starfsfólki í verslun og þjónustu. Við og alþjóðahreyfing verslunarfólks töldum að mikilvægum áfanga í baráttunni gegn ofbeldi hefði verið náð þegar Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkti sáttmála C190, sem er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Þessi sáttmáli var samþykktur á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Með henni fylgdu tilmæli nr. 206 sem leiðbeina eiga þeim ríkjum sem fullgilda samþykktina um hvernig henni skuli hrint í framkvæmd. Það er því dapurleg staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa látið hjá líða að lögfesta C190, þrátt fyrir að hafa árið 2019 skrifað undir samþykktina og þar með undirgengist þá skyldu að lögfesta sáttmálann. Það er skýlaus krafa VR að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar í þessu efni og lögfesti C190, enda full ástæða til. Sá galli er á gildandi lögum að í þeim er ekki gert ráð fyrir að launafólk geti orðið fyrir áreitni eða ofbeldi frá viðskiptavinum og það nýtur því takmarkaðra réttinda í slíkum tilfellum. Um fjórðungur gerenda í könnun VR eru þeir sem þolendur skilgreina sem viðskiptavini eða þriðja aðila. Á þessu tekur C190 og það er því mat VR að hér sé um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir félagsfólk VR. VR skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að taka höndum saman með sér um eftirfarandi markmið: Að ofbeldi og áreitni sé aldrei leyfilegt. Að komið sé í veg fyrir kynbundið áreitni og ofbeldi. Að tryggt sé að forvarnir á borð við áhættumat og aðgerðaráætlun sé til staðar á öllum vinnustöðum. Að C190 samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar verði lögfest. Nú fer í hönd sá tími þegar mest mæðir á þeim sem starfa í verslun og þjónustu. Viðmót okkar allra skiptir því máli. Tökum þolinmæðina með okkur í verslunarferðina og sýnum því fólki sem starfar í verslun og þjónustu kurteisi og virðingu. Ekkert okkar á að þurfa þola ofbeldi í starfi og öll eigum við rétt á að okkur sé sýnd virðing. Höfum þá gullnu reglu í huga að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið sé fram við okkur. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að skoða niðurstöður úr nýlegri könnun sem VR lét gera meðal félagsfólks. Þar sögðust 54% svarenda hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára þar sem 67% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi. Sömuleiðis er ástandið marktækt verra hjá félagsfólki af erlendum uppruna þar sem 60% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Þetta er ekki ástand sem VR mun sætta sig við. Það rétt að rifja hér upp að félagsfólk VR varð að mæta til vinnu á tímum heimsfaraldurs. Þar sá það til þess að öll hefðum við gott aðgengi að lífsnauðsynjum á borð við matvæli og lyf. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst. Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín. Vanlíðan, þunglyndi og svefnleysi eru vel þekktar afleiðingar þess að verða fyrir áreitni og sífellt stærri hópur fólks þarf að leita sér aðstoðar. En á sama tíma hljótum við að vera sammála um að eftirfarandi hegðun á ekkert erindi inn á vinnustaði og enginn á að þurfa að þola slíkt. Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Í þessu, líkt og á mörgum fleiri sviðum, skipta forvarnir miklu máli. Að huga að sjálfsögðum öryggisatriðum til þess að tryggja öryggi starfsfólks. Að allt starfsfólk viti hvert það getur leitað ef það verður fyrir áreitni eða ofbeldi. Að búið sé að móta viðbrögð við atvikum þar sem starfsfólk verður fyrir áreitni og ofbeldi. Það kemur skýrt fram í könnun VR að þar sem atvinnurekendur hafa látið hjá líða að sinna skyldum sínum þegar kemur að forvörnum verður starfsfólk frekar fyrir áreitni og ofbeldi. Og samkvæmt könnun VR er starfsfólk meira en tvöfalt líklegra til þess að hafa orðið vitni að áreitni eða ofbeldi á þeim vinnustöðum þar sem ekki er fyrirliggjandi áhættumat eða viðbragðsáætlun. Krafa VR er alveg skýr í þessu efni. Tryggja verður öryggi launafólks við vinnu sína. Það er rétt að halda því til haga að margir atvinnurekendur standa sig vel og sömuleiðis er alvarlegt ofbeldi sjaldgæft hér á landi. Erlendis berast reglulega til okkar fréttir af því að starfsfólk í verslun og þjónustu hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi og jafnvel látið lífið við störf sín. Þessi faraldur ofbeldis og áreitni ágerðist við heimsfaraldur Covid og aðgerðum tengdar honum. Hörmuleg dæmi um ofbeldi og svívirðingar sem starfsfólk í verslun hefur þurft að þola hafa birst í fréttum víðsvegar um heim. Alþjóðleg samtök verslunarfólks hafa gert 17. nóvember að alþjóðlegum degi þar sem skorað er á viðskiptavini, atvinnurekendur og stjórnvöld taka höndum saman um aðgerðir til þess að útrýma áreitni og ofbeldi gagnvart starfsfólki í verslun og þjónustu. Við og alþjóðahreyfing verslunarfólks töldum að mikilvægum áfanga í baráttunni gegn ofbeldi hefði verið náð þegar Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkti sáttmála C190, sem er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Þessi sáttmáli var samþykktur á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Með henni fylgdu tilmæli nr. 206 sem leiðbeina eiga þeim ríkjum sem fullgilda samþykktina um hvernig henni skuli hrint í framkvæmd. Það er því dapurleg staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa látið hjá líða að lögfesta C190, þrátt fyrir að hafa árið 2019 skrifað undir samþykktina og þar með undirgengist þá skyldu að lögfesta sáttmálann. Það er skýlaus krafa VR að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar í þessu efni og lögfesti C190, enda full ástæða til. Sá galli er á gildandi lögum að í þeim er ekki gert ráð fyrir að launafólk geti orðið fyrir áreitni eða ofbeldi frá viðskiptavinum og það nýtur því takmarkaðra réttinda í slíkum tilfellum. Um fjórðungur gerenda í könnun VR eru þeir sem þolendur skilgreina sem viðskiptavini eða þriðja aðila. Á þessu tekur C190 og það er því mat VR að hér sé um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir félagsfólk VR. VR skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að taka höndum saman með sér um eftirfarandi markmið: Að ofbeldi og áreitni sé aldrei leyfilegt. Að komið sé í veg fyrir kynbundið áreitni og ofbeldi. Að tryggt sé að forvarnir á borð við áhættumat og aðgerðaráætlun sé til staðar á öllum vinnustöðum. Að C190 samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar verði lögfest. Nú fer í hönd sá tími þegar mest mæðir á þeim sem starfa í verslun og þjónustu. Viðmót okkar allra skiptir því máli. Tökum þolinmæðina með okkur í verslunarferðina og sýnum því fólki sem starfar í verslun og þjónustu kurteisi og virðingu. Ekkert okkar á að þurfa þola ofbeldi í starfi og öll eigum við rétt á að okkur sé sýnd virðing. Höfum þá gullnu reglu í huga að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið sé fram við okkur. Höfundur er formaður VR.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun