Stjórnvöld stýra landinu með tilfinningalegri hræsni og misskiptingu að leiðarljósi Vilhelm Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 08:15 Fréttaflutningur á erfiðum og sársaukafullum atburðum í Grindavík og nágrenni er að verða full dramatískur sé litið til þess hvernig fréttamennska hefur átt sér átt sér stað síðan umbrot byrjuðu á Reykjanesskaga í síðustu viku. Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr þeim sársauka og erfiðleikum sem bæjarbúar Grindavíkur eru að ganga í gegnum. Það er góðra gjalda vert að hjálpa fólki í neyð en það er lágmark að sýna eðlilega stillingu og yfirvegun í að takast á við hið erfiða ástand ekki síst fari allt á versta veg. Til slíkra verka ættu ábyrgðarlausir pólitíkusar að koma sem minnst að. Forsætisráðherra er eflaust ekki í vandræðum með að endurtaka óábyrgan fjáraustur frá Covid tímum til að reyna að endurheimta glatað fylgi eftir að stjórnvöld mokuðu gjaldeyrisforðasjóðnum út af ábyrgðarleysi og ekki er séð fyrir endann á afleiðingunum af þeim fjáraustri. Til að kóróna bullið og dramatíkina boðaði Rauði kross Íslands til neyðarsöfnunar vegna umbrota við Grindavík þó ekkert gos hefði átt sér stað. Það hefur engin neyðarsöfnun farið fram fyrir fólk sem hefur misst lífsviðurværið víðs vegar um landið og staðið frammi fyrir verðfalli húseigna sinna ásamt því að þurfa takast á við átthagafjötra vegna glæpsamlegrar fiskveiðistjórnunnar. Samfélagsleg ábyrgð á fullan rétt á sér en þá þarf hún líka að ganga yfir alla, ekki bara útvalda. Fólk í sjávarþorpum víðs vegar um landið er að takast á við missi lífsviðurværis síns, afkomuhrun og verðfall húseigna sinna vegna fiskveiðistefnu sem er vart annað en rányrkja í boði ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Mikið af auðlindum þjóðarinnar var og er stýrt til Grindavíkur. Þessa dagana er Seyðisfjörður að takast á við afleiðingar fiskveiðistjórnunar sem er að rústa bæjarfélaginu til að Síldarvinnslan geti hámarkað afkomu sína. Í byrjun vikunnar fékk Vilhjálmur Árnason alþingsmaður að láta gamminn geysa í stundarfjórðung í morgunútvarpinu. Þar fór hann mikinn í lýsingum á því hve allt væri gott í Grindavík og sveitarfélagið fjárhagslega sterkt. Lóðir þar kostuðu nánast ekki neitt og fyrirtækin blómstruðu, sannkölluð útópía þar. Því miðuð eru ekki öll sveitarfélög landsins slíkt sæluríki sem þingmaðurinn var svo djúpt snortinn yfir. Það er ekki langt síðan forkólfar Vísis í Grindavík gengu út með milljarða vegna fiskveiðistefnu sem stenst enga skoðun. Hver erfðaprinsinn af öðrum selur sig með einum eða öðrum hætti út úr stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins fyrir fúlgur fjár út á óveiddan fisk, að ekki sé minnst á erfðaprinsa Samherja. Ef að líkum lætur vill þetta forréttindafólk sem minnst af fátækt í Namibíu vita. Það er umhugsunarvert hvernig staðið var að verki í aðdraganda umbrotanna í Grindavík svo ekki sé minnst á rýmingu Bláa lónsins. Maður veltir fyrir sér hversu mikil fyrirhyggjan hafi verið hjá almannavörnum, bæjaryfirvöldum og sumum húseigendum í að draga úr vatns- og frostskemmdum ef allt færi á versta veg. Eflaust hafa samt margir húseigendur gert sitt besta til að reyna að afstýra slíku tjóni. Aðrir hefðu eflaust þurft á ábendingum að halda varðandi hvernig hvernig best væri að skilja við hús sín í slíku ástandi. Eins og t.d. varðandi tæmingu vatnslagna þar sem því yrði við komið þó auðvitað hafi tíminn verið naumur þegar að rýmingu kom. Slíkar leiðbeiningar hefði samt mátt undirbúa og kynna á fyrri stigum. Forsætisráðherra er klók sem fyrr og tamt að fífla stjórnarandstöðuna. Að þessu sinni höfðaði hún til samkenndar til að geta verið með ábyrgðarlausan fjáraustur sem á svo að borga með enn frekari skattpíningu.Með nýjum lögum sem fóru svo til gagnrýnislaust í gegnum þingið er ákveðnum hópi landsmanna, fasteignaeigendum, gert að borga fyrir varnargarða án þess að nokkur vissa sé um nauðsyn þeirra. Eyjólfur Ármannsson alþingismaður furðar sig líka á þessari nýju skattlagningu á fasteignaeigendur í útvarpsviðtali sem tekið var við hann 14. nóvember sl. á Útvarpi Sögu. Skatti til að fjármagna útgjöld vegna eldgosa og náttúruhamfara. Sérstakur varasjóður er til sem ætlaður er til nota í slíkum aðstæðum. Eyjólfur nefnir að í sjóðinn hafi verið settur 34 og hálfur milljarður á árinu en búið sé að eyða mestu af því fjármagni og eftir standi aðeins 3.8 milljarðar. Úr þessum neyðarsjóði hafi verið greitt til málefna hælisleitenda og Evrópuráðsfundarins í Hörpu. Áhugasamir geta kynnt sér málið betur hér. Forysta atvinnulífsins, SA, sendi frá sér áminningu um að fyrirtæki þurfi ekki að borga launþegum laun þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Blekið var vart þornað á þeirri yfirlýsingu þegar stjórnvöld ákveða að seilast í vasa skattgreiðanda eftir fjármunum til að standa undir byggingu varnargarða til verndar virkjuninni við Svartsengi og Bláa lóninu. Sama gamla sagan, gróðinn einkavæddur og tapið ríkisvætt. Það er lágmarkskrafa, þó mikið liggi við að bjarga miklum verðmætum, að þeim sem málið varða sé einnig gert að sýna skynsemi og samfélagslega ábyrgð. Ef að líkum lætur er útgjalda víxillinn illa útfylltur og í stíl við annað þegar ábyrgðarlausir stjórnmálamenn moka fjármunum úr hriplekum ríkissjóði. Þjóðin er á fleygiferð í tilfinningarússíbana þessa dagana. Þessu ástandi verður að linna eigi samfélagið að geta tekist á við þá erfiðleika sem steðjar að landinu af einhverju viti. Það er innan við vika síðan Norðmenn bentu á að Íslendingar væru ekki jafnokar varðandi alþjóðlega hjálparaðstoð. Eðlilega er ríkissjóður ekki aflögufær í landi þar sem aðeins útvaldir sitja að þjóðarauðlindum og bankar eru tæmdir innan frá. Þjóðin býr við að ákveðnir stjórnmálamenn haga sér með svívirðilegum hætti og vilja ekkert hafa að kjósendum að segja nema þegar endurnýja þarf umboðið til að halda áfram að hafa þjóðina að fífli.Óvandaðir stjórnmálamenn þrífast í skjóli minnislausra kjósenda og einfeldni þeirra. Það er löngu tímabært að björgunarsveitir hætti að láta stjórnvöld og ferðaþjónustuna misnota starfskrafta sína til að hafa vit fyrir illa áttuðum túristum. Ferðaþjónustan sjálf á að standa undir kostnaðinum við þá. Þjóðin ætti að hætta að styrkja björgunarsveitirnar þar til að látið verði af misnotkun á þeim sem þar gefa vinnu sína. Þeir atburðir sem nú eiga sér stað í landinu munu hafa í för með sér aukna eftirspurn eftir húsnæði, hækkandi fasteignaverð og húsaleigu. Það þarf að horfast í augu við að innviðir ráða ekki við núverandi ferðamannastraum og tímabært að draga verulega úr honum ef staðan á fasteignamarkaðinum á ekki að versna enn frekar. Lengi getur vont versnað þó að ábyrgðarlausir ráðherrar bulli út í eitt. Grindvíkingar eiga að fá alla þá aðstoð sem þeir þarfnast en útfærslan á henni þarf að vera drifin áfram af ábyrgð og skynsemi en ekki tilfinningalegu ölduróti og sýndarmennsku. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur á erfiðum og sársaukafullum atburðum í Grindavík og nágrenni er að verða full dramatískur sé litið til þess hvernig fréttamennska hefur átt sér átt sér stað síðan umbrot byrjuðu á Reykjanesskaga í síðustu viku. Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr þeim sársauka og erfiðleikum sem bæjarbúar Grindavíkur eru að ganga í gegnum. Það er góðra gjalda vert að hjálpa fólki í neyð en það er lágmark að sýna eðlilega stillingu og yfirvegun í að takast á við hið erfiða ástand ekki síst fari allt á versta veg. Til slíkra verka ættu ábyrgðarlausir pólitíkusar að koma sem minnst að. Forsætisráðherra er eflaust ekki í vandræðum með að endurtaka óábyrgan fjáraustur frá Covid tímum til að reyna að endurheimta glatað fylgi eftir að stjórnvöld mokuðu gjaldeyrisforðasjóðnum út af ábyrgðarleysi og ekki er séð fyrir endann á afleiðingunum af þeim fjáraustri. Til að kóróna bullið og dramatíkina boðaði Rauði kross Íslands til neyðarsöfnunar vegna umbrota við Grindavík þó ekkert gos hefði átt sér stað. Það hefur engin neyðarsöfnun farið fram fyrir fólk sem hefur misst lífsviðurværið víðs vegar um landið og staðið frammi fyrir verðfalli húseigna sinna ásamt því að þurfa takast á við átthagafjötra vegna glæpsamlegrar fiskveiðistjórnunnar. Samfélagsleg ábyrgð á fullan rétt á sér en þá þarf hún líka að ganga yfir alla, ekki bara útvalda. Fólk í sjávarþorpum víðs vegar um landið er að takast á við missi lífsviðurværis síns, afkomuhrun og verðfall húseigna sinna vegna fiskveiðistefnu sem er vart annað en rányrkja í boði ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Mikið af auðlindum þjóðarinnar var og er stýrt til Grindavíkur. Þessa dagana er Seyðisfjörður að takast á við afleiðingar fiskveiðistjórnunar sem er að rústa bæjarfélaginu til að Síldarvinnslan geti hámarkað afkomu sína. Í byrjun vikunnar fékk Vilhjálmur Árnason alþingsmaður að láta gamminn geysa í stundarfjórðung í morgunútvarpinu. Þar fór hann mikinn í lýsingum á því hve allt væri gott í Grindavík og sveitarfélagið fjárhagslega sterkt. Lóðir þar kostuðu nánast ekki neitt og fyrirtækin blómstruðu, sannkölluð útópía þar. Því miðuð eru ekki öll sveitarfélög landsins slíkt sæluríki sem þingmaðurinn var svo djúpt snortinn yfir. Það er ekki langt síðan forkólfar Vísis í Grindavík gengu út með milljarða vegna fiskveiðistefnu sem stenst enga skoðun. Hver erfðaprinsinn af öðrum selur sig með einum eða öðrum hætti út úr stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins fyrir fúlgur fjár út á óveiddan fisk, að ekki sé minnst á erfðaprinsa Samherja. Ef að líkum lætur vill þetta forréttindafólk sem minnst af fátækt í Namibíu vita. Það er umhugsunarvert hvernig staðið var að verki í aðdraganda umbrotanna í Grindavík svo ekki sé minnst á rýmingu Bláa lónsins. Maður veltir fyrir sér hversu mikil fyrirhyggjan hafi verið hjá almannavörnum, bæjaryfirvöldum og sumum húseigendum í að draga úr vatns- og frostskemmdum ef allt færi á versta veg. Eflaust hafa samt margir húseigendur gert sitt besta til að reyna að afstýra slíku tjóni. Aðrir hefðu eflaust þurft á ábendingum að halda varðandi hvernig hvernig best væri að skilja við hús sín í slíku ástandi. Eins og t.d. varðandi tæmingu vatnslagna þar sem því yrði við komið þó auðvitað hafi tíminn verið naumur þegar að rýmingu kom. Slíkar leiðbeiningar hefði samt mátt undirbúa og kynna á fyrri stigum. Forsætisráðherra er klók sem fyrr og tamt að fífla stjórnarandstöðuna. Að þessu sinni höfðaði hún til samkenndar til að geta verið með ábyrgðarlausan fjáraustur sem á svo að borga með enn frekari skattpíningu.Með nýjum lögum sem fóru svo til gagnrýnislaust í gegnum þingið er ákveðnum hópi landsmanna, fasteignaeigendum, gert að borga fyrir varnargarða án þess að nokkur vissa sé um nauðsyn þeirra. Eyjólfur Ármannsson alþingismaður furðar sig líka á þessari nýju skattlagningu á fasteignaeigendur í útvarpsviðtali sem tekið var við hann 14. nóvember sl. á Útvarpi Sögu. Skatti til að fjármagna útgjöld vegna eldgosa og náttúruhamfara. Sérstakur varasjóður er til sem ætlaður er til nota í slíkum aðstæðum. Eyjólfur nefnir að í sjóðinn hafi verið settur 34 og hálfur milljarður á árinu en búið sé að eyða mestu af því fjármagni og eftir standi aðeins 3.8 milljarðar. Úr þessum neyðarsjóði hafi verið greitt til málefna hælisleitenda og Evrópuráðsfundarins í Hörpu. Áhugasamir geta kynnt sér málið betur hér. Forysta atvinnulífsins, SA, sendi frá sér áminningu um að fyrirtæki þurfi ekki að borga launþegum laun þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Blekið var vart þornað á þeirri yfirlýsingu þegar stjórnvöld ákveða að seilast í vasa skattgreiðanda eftir fjármunum til að standa undir byggingu varnargarða til verndar virkjuninni við Svartsengi og Bláa lóninu. Sama gamla sagan, gróðinn einkavæddur og tapið ríkisvætt. Það er lágmarkskrafa, þó mikið liggi við að bjarga miklum verðmætum, að þeim sem málið varða sé einnig gert að sýna skynsemi og samfélagslega ábyrgð. Ef að líkum lætur er útgjalda víxillinn illa útfylltur og í stíl við annað þegar ábyrgðarlausir stjórnmálamenn moka fjármunum úr hriplekum ríkissjóði. Þjóðin er á fleygiferð í tilfinningarússíbana þessa dagana. Þessu ástandi verður að linna eigi samfélagið að geta tekist á við þá erfiðleika sem steðjar að landinu af einhverju viti. Það er innan við vika síðan Norðmenn bentu á að Íslendingar væru ekki jafnokar varðandi alþjóðlega hjálparaðstoð. Eðlilega er ríkissjóður ekki aflögufær í landi þar sem aðeins útvaldir sitja að þjóðarauðlindum og bankar eru tæmdir innan frá. Þjóðin býr við að ákveðnir stjórnmálamenn haga sér með svívirðilegum hætti og vilja ekkert hafa að kjósendum að segja nema þegar endurnýja þarf umboðið til að halda áfram að hafa þjóðina að fífli.Óvandaðir stjórnmálamenn þrífast í skjóli minnislausra kjósenda og einfeldni þeirra. Það er löngu tímabært að björgunarsveitir hætti að láta stjórnvöld og ferðaþjónustuna misnota starfskrafta sína til að hafa vit fyrir illa áttuðum túristum. Ferðaþjónustan sjálf á að standa undir kostnaðinum við þá. Þjóðin ætti að hætta að styrkja björgunarsveitirnar þar til að látið verði af misnotkun á þeim sem þar gefa vinnu sína. Þeir atburðir sem nú eiga sér stað í landinu munu hafa í för með sér aukna eftirspurn eftir húsnæði, hækkandi fasteignaverð og húsaleigu. Það þarf að horfast í augu við að innviðir ráða ekki við núverandi ferðamannastraum og tímabært að draga verulega úr honum ef staðan á fasteignamarkaðinum á ekki að versna enn frekar. Lengi getur vont versnað þó að ábyrgðarlausir ráðherrar bulli út í eitt. Grindvíkingar eiga að fá alla þá aðstoð sem þeir þarfnast en útfærslan á henni þarf að vera drifin áfram af ábyrgð og skynsemi en ekki tilfinningalegu ölduróti og sýndarmennsku. Höfundur er athafnamaður.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar