Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 06:52 Joe Biden hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni varðandi átökin á Gasa. AP/New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varið ákvörðun stjórnvalda vestanhafs að kalla ekki eftir vopnahléi á Gasa og segir Hamas viðvarandi ógn fyrir Ísrael. Þá hafi Ísraelsmenn freistað þess að forðast mannfall meðal almennings í aðgerðum sínum. Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira