Mynd af nýliðunum í NBA setur netið á hliðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 17:01 Chet Holmgren og Victor Wembanyama á efstu hæðinni. getty/Joshua Gateley Mynd sem náðist af tveimur af bestu ungu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta saman hefur vakið gríðarlega athygli. Nýliðarnir Chet Holmgren og Victor Wembanyama mættust í fyrsta sinn þegar Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs leiddu saman hesta sína í gær. Holmgren og Wembanyama eru gríðarlega hávaxnir og voru því skiljanlega valdir til að berjast í uppkastinu. Og myndin af því hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Holmgren er 2,16 metrar á hæð og með 2,29 metra vænghaf. Það bliknar í samanburði við Wembanyama sem er 2,24 metrar á hæð og með vænghaf upp á 2,40 metra. Þeir Holmgren og Wembanyama notuðu þessa löngu skanka til að berjast um uppkastið. Sá síðarnefndi vann þá baráttu en myndina af henni má sjá hér fyrir neðan. What a photo of Wemby and Chet's jumpball : Logan Riely/NBAE via Getty Images pic.twitter.com/JyCxnQovla— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Holmgren og félagar í OKC unnu hins vegar leikinn örugglega, 123-87. Holmgren var með níu stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar. Wembanyama skoraði átta stig, tók fjórtán fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2023 en Holmgren annar í nýliðavalinu í fyrra. Hann missti hins vegar af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Nýliðarnir Chet Holmgren og Victor Wembanyama mættust í fyrsta sinn þegar Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs leiddu saman hesta sína í gær. Holmgren og Wembanyama eru gríðarlega hávaxnir og voru því skiljanlega valdir til að berjast í uppkastinu. Og myndin af því hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Holmgren er 2,16 metrar á hæð og með 2,29 metra vænghaf. Það bliknar í samanburði við Wembanyama sem er 2,24 metrar á hæð og með vænghaf upp á 2,40 metra. Þeir Holmgren og Wembanyama notuðu þessa löngu skanka til að berjast um uppkastið. Sá síðarnefndi vann þá baráttu en myndina af henni má sjá hér fyrir neðan. What a photo of Wemby and Chet's jumpball : Logan Riely/NBAE via Getty Images pic.twitter.com/JyCxnQovla— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Holmgren og félagar í OKC unnu hins vegar leikinn örugglega, 123-87. Holmgren var með níu stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar. Wembanyama skoraði átta stig, tók fjórtán fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2023 en Holmgren annar í nýliðavalinu í fyrra. Hann missti hins vegar af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira