Mynd af nýliðunum í NBA setur netið á hliðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 17:01 Chet Holmgren og Victor Wembanyama á efstu hæðinni. getty/Joshua Gateley Mynd sem náðist af tveimur af bestu ungu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta saman hefur vakið gríðarlega athygli. Nýliðarnir Chet Holmgren og Victor Wembanyama mættust í fyrsta sinn þegar Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs leiddu saman hesta sína í gær. Holmgren og Wembanyama eru gríðarlega hávaxnir og voru því skiljanlega valdir til að berjast í uppkastinu. Og myndin af því hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Holmgren er 2,16 metrar á hæð og með 2,29 metra vænghaf. Það bliknar í samanburði við Wembanyama sem er 2,24 metrar á hæð og með vænghaf upp á 2,40 metra. Þeir Holmgren og Wembanyama notuðu þessa löngu skanka til að berjast um uppkastið. Sá síðarnefndi vann þá baráttu en myndina af henni má sjá hér fyrir neðan. What a photo of Wemby and Chet's jumpball : Logan Riely/NBAE via Getty Images pic.twitter.com/JyCxnQovla— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Holmgren og félagar í OKC unnu hins vegar leikinn örugglega, 123-87. Holmgren var með níu stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar. Wembanyama skoraði átta stig, tók fjórtán fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2023 en Holmgren annar í nýliðavalinu í fyrra. Hann missti hins vegar af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Nýliðarnir Chet Holmgren og Victor Wembanyama mættust í fyrsta sinn þegar Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs leiddu saman hesta sína í gær. Holmgren og Wembanyama eru gríðarlega hávaxnir og voru því skiljanlega valdir til að berjast í uppkastinu. Og myndin af því hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Holmgren er 2,16 metrar á hæð og með 2,29 metra vænghaf. Það bliknar í samanburði við Wembanyama sem er 2,24 metrar á hæð og með vænghaf upp á 2,40 metra. Þeir Holmgren og Wembanyama notuðu þessa löngu skanka til að berjast um uppkastið. Sá síðarnefndi vann þá baráttu en myndina af henni má sjá hér fyrir neðan. What a photo of Wemby and Chet's jumpball : Logan Riely/NBAE via Getty Images pic.twitter.com/JyCxnQovla— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Holmgren og félagar í OKC unnu hins vegar leikinn örugglega, 123-87. Holmgren var með níu stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar. Wembanyama skoraði átta stig, tók fjórtán fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2023 en Holmgren annar í nýliðavalinu í fyrra. Hann missti hins vegar af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum