Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 07:26 Látnir og særðir fyrir utan al Shifa eftir eina árás Ísraelshers. AP/Abed Khaled „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira