Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 01:31 Gervihnattamynd af al Shifa-sjúkrahúsinu og nágrenni. AP/Maxar Technologies Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira