Keisaraskurður án deyfingar Jódís Skúladóttir skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Á Gaza eru 50.000 þungaðar konur, þar af 5600 sem eiga að fæða börnin sín innan mánaðar. Þær eru vannærðar, hungraðar og veikar. Einhverjar þeirra munu þurfa að fæða með keisaraskurði – án deyfingar því það eru ekki til deyfilyf á Gaza. Í Úkraínu hefur fátækt og skortur sem bitnar mest á konum margfaldast síðan Rússar gerðu innrás, kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi stóraukist og vændi og mansal einnig. Í Mjanmar eru tugþúsundir kvenna á flótta undan stríðsátökum, nauðgunum er beitt kerfisbundið sem stríðsvopni og kynlífsmansal fer fram yfir landamærin til Kína. Stríðsátök hafa tilhneigingu til að auka tíðni kynferðisofbeldis og konur og stúlkur eru þar fyrst og fremst fórnarlömb. Nauðganir, kynsjúkdómar, þar með talið alnæmi, og óæskilegar þunganir eru hluti þeirra afleiðinga sem konur líða á stríðshrjáðum svæðum. Ofan á þetta hryllilega ástand bætist svo að nauðsynleg þjónusta, svo sem heilbrigðis- og félagsþjónusta sem ekki síst konur þurfa á að halda, raskast mjög og liggur þjónustan jafnvel alveg niðri vegna átakanna. Ofbeldi gegn konum í stríði er beintengt samskiptum kynjanna á friðartímum. Kynjahalli í samfélögum og sú mismunun sem konur lifa við er sá jarðvegur sem kynferðisofbeldið vex upp úr. Við megum aldrei sofna á verðinum. Við megum aldrei láta sem jafnrétti sé náð meðan staðan er þessi. Við eigum að fordæma hvort sem eru orð eða gjörðir sem lúta að því að niðurlægja og smætta konur. Og við eigum að tala fyrir friði og standa með raunverulegum fórnarlömbum stríðsins sem alltaf eru óbreyttir borgarar, fyrst og fremst konur og börn. Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil. Í næstu viku mun fara fram ráðstefna kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, og treysti ég því að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá því að samstaða kvenna um allan heim skiptir máli fyrir okkur öll. Eins og segir á plötunni Áfram stelpur sem kom út á Kvennafrídaginn 1975: Í samstöðunni býr sigur vor! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Á Gaza eru 50.000 þungaðar konur, þar af 5600 sem eiga að fæða börnin sín innan mánaðar. Þær eru vannærðar, hungraðar og veikar. Einhverjar þeirra munu þurfa að fæða með keisaraskurði – án deyfingar því það eru ekki til deyfilyf á Gaza. Í Úkraínu hefur fátækt og skortur sem bitnar mest á konum margfaldast síðan Rússar gerðu innrás, kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi stóraukist og vændi og mansal einnig. Í Mjanmar eru tugþúsundir kvenna á flótta undan stríðsátökum, nauðgunum er beitt kerfisbundið sem stríðsvopni og kynlífsmansal fer fram yfir landamærin til Kína. Stríðsátök hafa tilhneigingu til að auka tíðni kynferðisofbeldis og konur og stúlkur eru þar fyrst og fremst fórnarlömb. Nauðganir, kynsjúkdómar, þar með talið alnæmi, og óæskilegar þunganir eru hluti þeirra afleiðinga sem konur líða á stríðshrjáðum svæðum. Ofan á þetta hryllilega ástand bætist svo að nauðsynleg þjónusta, svo sem heilbrigðis- og félagsþjónusta sem ekki síst konur þurfa á að halda, raskast mjög og liggur þjónustan jafnvel alveg niðri vegna átakanna. Ofbeldi gegn konum í stríði er beintengt samskiptum kynjanna á friðartímum. Kynjahalli í samfélögum og sú mismunun sem konur lifa við er sá jarðvegur sem kynferðisofbeldið vex upp úr. Við megum aldrei sofna á verðinum. Við megum aldrei láta sem jafnrétti sé náð meðan staðan er þessi. Við eigum að fordæma hvort sem eru orð eða gjörðir sem lúta að því að niðurlægja og smætta konur. Og við eigum að tala fyrir friði og standa með raunverulegum fórnarlömbum stríðsins sem alltaf eru óbreyttir borgarar, fyrst og fremst konur og börn. Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil. Í næstu viku mun fara fram ráðstefna kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, og treysti ég því að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá því að samstaða kvenna um allan heim skiptir máli fyrir okkur öll. Eins og segir á plötunni Áfram stelpur sem kom út á Kvennafrídaginn 1975: Í samstöðunni býr sigur vor! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun