Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 17:10 Ekkert bendir til að palestínskir blaðamenn hafi vitað af árás Hamas á Ísrael áður en hún var framin. AP/Ohad Zwigenberg Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40