Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 08:40 Bæði AP og CNN hafa hætt samstarfi við manninn sem tók þessa mynd en svo virðist sem mynd hafi komið í leitirnar af honum með einum leiðtoga Hamas. AP/Hassan Eslaiah Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira