Pabbi þinn vinnur ekki hér! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Vinnustaðurinn Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun