Pabbi þinn vinnur ekki hér! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Vinnustaðurinn Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun