Að mæta orkuþörf samfélaga Nótt Thorberg skrifar 9. nóvember 2023 08:00 Sjaldan hefur brýnna að mæta breyttri orkuþörf samfélaga og sýn þjóða um betri heim fyrir alla. Nú keppast lönd heims við að vinda ofan af hlýnun jarðar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo standa megi við skuldbindingar Parísarsáttmálans. Mikið er í húfi enda gætir áhrifa lofslagsbreytinga viða og því mikilvægt að snúa neikvæðri þróun við hið fyrsta. Spurningin um breytta orkuþörf og þróun hennar hefur því aldrei verið mikilvægari en nú. Skipta þarf jarðefnaeldsneyti út fyrir græna orkukosti auk þess sem virðiskeðjur heims kalla á grænni og umhverfisvænni lausnir í takt við breyttar áherslur neytenda og löggjöf. Eftirspurn eftir grænni orku er meiri en nokkru sinni fyrr og mun aukast enn frekar á næstu árum. Því þarf að taka risastökk til að mæta þörfum grænna samfélaga. Orka er undirstaða nútímasamfélaga og hefur skipt sköpum í vexti og velmegun þróaðra ríkja. Á Íslandi hafa fjárfestingar í orkukerfi landsins skilað okkur velferðarsamfélaginu sem við njótum öll. Fjárfestingar og hugdjarfar ákvarðanir fyrri tíma eru forsenda uppskeru dagsins í dag. Öryggi og sjálfstæði okkar í orkumálum er meira en flestra þjóða og segja má að orkan sé ein af meginstoðum vaxtar og samkeppnishæfi Íslands í alþjóðlegu samhengi. Staða Íslands þykir eftirsóknarverð og augu heimsins eru nú á því hvernig við munum hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið. Ef Ísland getur það munu aðrar þjóðir fylgja á eftir. Samkvæmt nýlega birtri skýrslu forseta Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna COP28, International Renewable Energy Agency and Global Renewables Alliance er því spáð að til að mæta nýrri tækni og orkuskiptum þjóða verði að þrefalda framleiðslu grænnar og vistvænnar orku í heiminum til ársins 2030 og tvöfalda orkunýtni samhliða. Orkusparnaður mun líka gegna mikilvægu hlutverki. Verkefnið er stórt og kallar á nýja nálgun. Á Íslandi vinna stjórnvöld og atvinnulíf að því að varða leiðina að kolefnishlutleysi í samræmi við lögfest markmið Íslands. Nýlega birtu ellefu atvinnugreinar sína Loftslagsvegvísa sem sýna stöðu og viðfangsefni hverrar greinar. Þá er unnið að þriðju uppfærslu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum sem vænta má á nýju ári. Á næstu sjö árum þarf að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna svo að markmið um 55% samdrátt í losun innanlands náist árið 2030. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg en stærsta viðfangsefnið lýtur að orkuskiptum á landi, sjó og í flugi. Stærstu verkefnin þar snúa að vegasamgöngum, fiskiskipum og siglingum innanlands. Svo markmið okkar nái fram að ganga þarf að skipta út miklu magni af jarðefnaeldsneyti fyrir græna orkugjafa og það sem fyrst. En hvernig mun þá orkuþörf Íslands breytast? Undanfarið hafa birst margar spár um hvernig framleiðsla endurnýjanlegrar orku muni þróast með hliðsjónar til stóraukinnar eftirspurnar eftir grænum orkukostum. Í skýrslu Umhverfis, orku og lofslagslagsráðuneytisins um orkumál, sem birt var í mars á síðasta ári, eru ólíkar spár teknar saman. Nýverið birtu Landsnet og Landsvirkjun sínar spár í tengslum við raforkuþróun til ársins 2035 og þá kynntu Samorka, Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Efla vefsíðuna orkuskipti.is í fyrra auk þess Orkustofnun gaf út orkuskiptalíkanið orkuskiptaspa.is. Allar sýna þessar spár grænt á hvítu að grænuorkuþörf samfélagsins fari ört vaxandi á næsta áratug. Allt bendir til þess að eftirspurn eftir rafmagni muni nær tvöfaldast auk vaxandi nýtingar rafeldsneytis þar sem bein nýting rafmagns er ekki möguleg. Grænir orkukostir munu þurfa að knýja fólks- og flutningabíla, vinnuvélar, flugvélar, farþega- og fiskiskip til langs tíma og því nauðsynlegt að tryggja að rafmagnsframleiðsla og innviðir mæti þessari þróun. Ísland er í lykilstöðu og gæti orðið fyrst þjóða til að ná settu marki ef við klárum þriðju orkuskiptin eins og markmið stjórnvalda kveða á um. Það er því ekki lengur spurning hvort auka þurfi orkuframleiðslu á Íslandi heldur hvernig. Við megum engan tíma missa og mikilvægt er að horfa til allra lausna og verkefna sem geta hraðað orkuskiptunum og aukið skilvirknina svo draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst. Ábyrgð Íslands er mikil og hagur landsmanna að árangur náist. Þá er ekki síður mikilvægt að gæta jafnvægis og horfa til allra þeirra verðmæta sem samfélagið, umhverfið, náttúran og lífríkið færir okkur við úrlausn þeirra verkefna sem eru framundan. Áframhaldandi uppbygging framtíðarorkukerfis Íslands er eitt af mikilvægustu verkefnunum enda meginforsenda þriðju orkuskiptanna. Þar reynir á stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og samfélagið allt. Ég hvet öll til að vera framsýn og vinna að samstöðu. Leyfum okkur nýja hugsun, sýnum metnað í verki og eigum lausnamiðað samtal og samstarf svo finna megi farsælustu leiðirnar að kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Með samstilltu átaki, sameiginlegri sýn og nýrri nálgun munum við ná settu marki. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Nótt Thorberg Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur brýnna að mæta breyttri orkuþörf samfélaga og sýn þjóða um betri heim fyrir alla. Nú keppast lönd heims við að vinda ofan af hlýnun jarðar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo standa megi við skuldbindingar Parísarsáttmálans. Mikið er í húfi enda gætir áhrifa lofslagsbreytinga viða og því mikilvægt að snúa neikvæðri þróun við hið fyrsta. Spurningin um breytta orkuþörf og þróun hennar hefur því aldrei verið mikilvægari en nú. Skipta þarf jarðefnaeldsneyti út fyrir græna orkukosti auk þess sem virðiskeðjur heims kalla á grænni og umhverfisvænni lausnir í takt við breyttar áherslur neytenda og löggjöf. Eftirspurn eftir grænni orku er meiri en nokkru sinni fyrr og mun aukast enn frekar á næstu árum. Því þarf að taka risastökk til að mæta þörfum grænna samfélaga. Orka er undirstaða nútímasamfélaga og hefur skipt sköpum í vexti og velmegun þróaðra ríkja. Á Íslandi hafa fjárfestingar í orkukerfi landsins skilað okkur velferðarsamfélaginu sem við njótum öll. Fjárfestingar og hugdjarfar ákvarðanir fyrri tíma eru forsenda uppskeru dagsins í dag. Öryggi og sjálfstæði okkar í orkumálum er meira en flestra þjóða og segja má að orkan sé ein af meginstoðum vaxtar og samkeppnishæfi Íslands í alþjóðlegu samhengi. Staða Íslands þykir eftirsóknarverð og augu heimsins eru nú á því hvernig við munum hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið. Ef Ísland getur það munu aðrar þjóðir fylgja á eftir. Samkvæmt nýlega birtri skýrslu forseta Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna COP28, International Renewable Energy Agency and Global Renewables Alliance er því spáð að til að mæta nýrri tækni og orkuskiptum þjóða verði að þrefalda framleiðslu grænnar og vistvænnar orku í heiminum til ársins 2030 og tvöfalda orkunýtni samhliða. Orkusparnaður mun líka gegna mikilvægu hlutverki. Verkefnið er stórt og kallar á nýja nálgun. Á Íslandi vinna stjórnvöld og atvinnulíf að því að varða leiðina að kolefnishlutleysi í samræmi við lögfest markmið Íslands. Nýlega birtu ellefu atvinnugreinar sína Loftslagsvegvísa sem sýna stöðu og viðfangsefni hverrar greinar. Þá er unnið að þriðju uppfærslu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum sem vænta má á nýju ári. Á næstu sjö árum þarf að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna svo að markmið um 55% samdrátt í losun innanlands náist árið 2030. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg en stærsta viðfangsefnið lýtur að orkuskiptum á landi, sjó og í flugi. Stærstu verkefnin þar snúa að vegasamgöngum, fiskiskipum og siglingum innanlands. Svo markmið okkar nái fram að ganga þarf að skipta út miklu magni af jarðefnaeldsneyti fyrir græna orkugjafa og það sem fyrst. En hvernig mun þá orkuþörf Íslands breytast? Undanfarið hafa birst margar spár um hvernig framleiðsla endurnýjanlegrar orku muni þróast með hliðsjónar til stóraukinnar eftirspurnar eftir grænum orkukostum. Í skýrslu Umhverfis, orku og lofslagslagsráðuneytisins um orkumál, sem birt var í mars á síðasta ári, eru ólíkar spár teknar saman. Nýverið birtu Landsnet og Landsvirkjun sínar spár í tengslum við raforkuþróun til ársins 2035 og þá kynntu Samorka, Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Efla vefsíðuna orkuskipti.is í fyrra auk þess Orkustofnun gaf út orkuskiptalíkanið orkuskiptaspa.is. Allar sýna þessar spár grænt á hvítu að grænuorkuþörf samfélagsins fari ört vaxandi á næsta áratug. Allt bendir til þess að eftirspurn eftir rafmagni muni nær tvöfaldast auk vaxandi nýtingar rafeldsneytis þar sem bein nýting rafmagns er ekki möguleg. Grænir orkukostir munu þurfa að knýja fólks- og flutningabíla, vinnuvélar, flugvélar, farþega- og fiskiskip til langs tíma og því nauðsynlegt að tryggja að rafmagnsframleiðsla og innviðir mæti þessari þróun. Ísland er í lykilstöðu og gæti orðið fyrst þjóða til að ná settu marki ef við klárum þriðju orkuskiptin eins og markmið stjórnvalda kveða á um. Það er því ekki lengur spurning hvort auka þurfi orkuframleiðslu á Íslandi heldur hvernig. Við megum engan tíma missa og mikilvægt er að horfa til allra lausna og verkefna sem geta hraðað orkuskiptunum og aukið skilvirknina svo draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst. Ábyrgð Íslands er mikil og hagur landsmanna að árangur náist. Þá er ekki síður mikilvægt að gæta jafnvægis og horfa til allra þeirra verðmæta sem samfélagið, umhverfið, náttúran og lífríkið færir okkur við úrlausn þeirra verkefna sem eru framundan. Áframhaldandi uppbygging framtíðarorkukerfis Íslands er eitt af mikilvægustu verkefnunum enda meginforsenda þriðju orkuskiptanna. Þar reynir á stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og samfélagið allt. Ég hvet öll til að vera framsýn og vinna að samstöðu. Leyfum okkur nýja hugsun, sýnum metnað í verki og eigum lausnamiðað samtal og samstarf svo finna megi farsælustu leiðirnar að kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Með samstilltu átaki, sameiginlegri sýn og nýrri nálgun munum við ná settu marki. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar