Þar sem er vilji, þar er vegur Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. nóvember 2023 11:30 Undirritaður var í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöldið og ræddi þar um húsnæðismál og hvernig okkur á að takast að byggja nægilegt magn íbúða svo mæta megi þeim áskorunum sem nú blasa við okkur. Það er hægt. Til að byrja með þá er rétt að segja að í þessu verkefni er enginn eyland; ekki ríkið, ekki Seðlabankinn, ekki sveitarfélög og ekki framkvæmdaaðilar. Ábyrgðin er allra. Ég hef áður gagnrýnt Seðlabankann á þeim nótum sem ég gerði í þættinum á mánudagskvöldið. Mér þykir rörsýn Seðlabankans of mikil og of mikill skortur vera á sýn á stóru myndina, heildarsamhengi hlutanna til framtíðar, og hvert við erum raunverulega að stefna. Við þurfum framtíðarsýn og getu til að sjá fyrir okkur hvernig við ætlum að hafa hlutina eftir 2, 3, 5 eða 10 ár? Varðandi Seðlabankann, þá er það auðvitað augljóst að vaxtahækkanir hafa haft neikvæð áhrif á framboðshliðina og hert lánþegaskilyrði hafa það einnig, en gera það á hinni hlið peningsins. Annars vegar er dýrt að framkvæma íbúðir vegna hárra vaxta og hins vegar er nær ógerningur að selja íbúðir vegna hertra lánþegaskilyrða Seðlabankans. Það sjá allir að þetta gengur ekki upp og er í raun stórhættulegur kokteill sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila, þvert á það sem við þurfum nú. Samdrátturinn í byggingu nýrra íbúða er augljós á milli ára, eða um 70%. Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn. 1) Seðlabankinn þarf vegna þessa að stíga skref til baka þegar kemur að lánþegaskilyrðum. 2) Aðgerðir innviðaráðherra er varða aðgerðir í almenna íbúðakerfinu, þar sem stofnframlög voru tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána voru aukin hafa skilað góðum árangri og styðja við markmið um aukið framboð á húsnæðismarkaði. Í heimsfaraldrinum var samþykkt að veita sveitarfélögunum heimild til að víkja frá fjármálareglum sveitarstjórnarlaga þar sem markmiðið var að tryggja sveitarfélögum aukið svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra aðstæðna sem faraldrinum fylgdi. 3) Það má horfa á sambærilega aðgerð þegar kemur að skynsamlegu og tímabundnu fráviki frá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins enda hefur fólksfjölgun verið langt umfram allar spár frá þeim tíma þegar vaxtarmörk voru ákvörðuð fyrir höfuðborgarsvæðið í kringum árin 2014-2015. Slík endurskoðun myndi tryggja lóðir á nýbyggingarsvæðum í bland við nauðsynlega þéttingu byggðar og verða til þess að markmið um aukna uppbyggingu húsnæðis muni raungerast um land allt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undirritaður var í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöldið og ræddi þar um húsnæðismál og hvernig okkur á að takast að byggja nægilegt magn íbúða svo mæta megi þeim áskorunum sem nú blasa við okkur. Það er hægt. Til að byrja með þá er rétt að segja að í þessu verkefni er enginn eyland; ekki ríkið, ekki Seðlabankinn, ekki sveitarfélög og ekki framkvæmdaaðilar. Ábyrgðin er allra. Ég hef áður gagnrýnt Seðlabankann á þeim nótum sem ég gerði í þættinum á mánudagskvöldið. Mér þykir rörsýn Seðlabankans of mikil og of mikill skortur vera á sýn á stóru myndina, heildarsamhengi hlutanna til framtíðar, og hvert við erum raunverulega að stefna. Við þurfum framtíðarsýn og getu til að sjá fyrir okkur hvernig við ætlum að hafa hlutina eftir 2, 3, 5 eða 10 ár? Varðandi Seðlabankann, þá er það auðvitað augljóst að vaxtahækkanir hafa haft neikvæð áhrif á framboðshliðina og hert lánþegaskilyrði hafa það einnig, en gera það á hinni hlið peningsins. Annars vegar er dýrt að framkvæma íbúðir vegna hárra vaxta og hins vegar er nær ógerningur að selja íbúðir vegna hertra lánþegaskilyrða Seðlabankans. Það sjá allir að þetta gengur ekki upp og er í raun stórhættulegur kokteill sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila, þvert á það sem við þurfum nú. Samdrátturinn í byggingu nýrra íbúða er augljós á milli ára, eða um 70%. Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn. 1) Seðlabankinn þarf vegna þessa að stíga skref til baka þegar kemur að lánþegaskilyrðum. 2) Aðgerðir innviðaráðherra er varða aðgerðir í almenna íbúðakerfinu, þar sem stofnframlög voru tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána voru aukin hafa skilað góðum árangri og styðja við markmið um aukið framboð á húsnæðismarkaði. Í heimsfaraldrinum var samþykkt að veita sveitarfélögunum heimild til að víkja frá fjármálareglum sveitarstjórnarlaga þar sem markmiðið var að tryggja sveitarfélögum aukið svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra aðstæðna sem faraldrinum fylgdi. 3) Það má horfa á sambærilega aðgerð þegar kemur að skynsamlegu og tímabundnu fráviki frá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins enda hefur fólksfjölgun verið langt umfram allar spár frá þeim tíma þegar vaxtarmörk voru ákvörðuð fyrir höfuðborgarsvæðið í kringum árin 2014-2015. Slík endurskoðun myndi tryggja lóðir á nýbyggingarsvæðum í bland við nauðsynlega þéttingu byggðar og verða til þess að markmið um aukna uppbyggingu húsnæðis muni raungerast um land allt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar