Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 22:31 Sært barn flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni. AP/Fatima Shbair) Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30