Hlutaveikin Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun