Reuters greinir frá því að 27 flugferðum hafi verið frestað vegna málsins. Enginn hafi slasast en flugvellinum hafi verið lokað tímabundið.
Eiginkona mannsins er sögð hafa haft samband við lögreglu fyrr í dag af ótta við að maðurinn myndi reyna að ræna börnunum þeirra. Tvö börn eru með honum í bílnum en AP fréttaveitan greinir frá því að mikill viðbúnaður sé á vettvangi.
