Hvergi öruggt á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 22:30 Palenstínskir slökkviliðsmenn berjast við elda eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP Photo/Abed Khaled Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira