Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað? Aðalheiður Snæbjarnardóttir skrifar 3. nóvember 2023 10:00 Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu? Jólin eru að koma! Þessi staðreynd fyllir sum okkar gleði og tilhlökkun en önnur kvíða. Það er svo margt sem þarf að gera: Kaupa jólagjafir, jólamatinn, fara í gegnum skrautið, búa til aðventukrans, baka allar þessar sortir af smákökum, finna réttu gjafirnar handa hverjum og einum og muna að aðstoða jólasveinana (hvenær koma þeir aftur??). Svo eru það jólaþrifin, jólatréð, jólatónleikarnir, jólaskemmtanir barnanna, jólahlaðborðið í vinnunni… Upptalningin gæti haldið áfram endalaust og mikið er heppilegt að það sé allt uppfullt af tilboðsdögum í aðdraganda jólanna. Miðnæturopnanir, dagur einhleypra, svartur föstudagur og hvað þeir heita allir. Þá er nú heldur betur hægt að kaupa nóg af öllu, jafnvel án þess að fara út úr húsi! Hátíð allri heimsbyggð í? Um leið dynja á okkur fréttir um loftslagsbreytingar og afleiðingar af þeirra völdum. Við höfum því miður upplifað nokkur heitustu sumur sem mælst hafa. Breytingunum fylgja hitabylgjur, flóð og manntjón. Það er kaldranaleg staðreynd að við höfum nú þegar upplifað kaldasta tímabil ævi okkar því hlýnunin mun ekki stöðvast eða ganga til baka á meðan við erum til. Góðu fréttirnar eru þær að ef við grípum til þeirra aðgerða sem þarf til að minnka loftslagsbreytingar munu börn sem fæðast um þessar mundir eiga möguleika á að sjá þessar breytingar gangi að hluta til baka á þeirra æviskeiði. Til þess að það geti raunverulega gerst þurfum við öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Umbreytingin þarf að eiga sér stað hjá fyrirtækjum, á innviðum okkar og vera stýrt af stjórnvöldum. Þetta ferli er hafið, m.a. með innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins, sem stefnir að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar að meðaltali innan við 1,5°C frá iðnvæðingu. Til þess að hægt sé að ná árangri á stuttum tíma þurfa stjórnvöld að draga vagninn. En einstaklingar geta líka haft áhrif, ekki síst með því hvernig þeir stýra sinni neyslu og hegðun. Og þá komum við að umfjöllunarefni pistilsins, jólunum. Í öllu jólabrjálæðinu og kröfu samfélagsins um að taka þátt í neyslunni hættir okkur öllum til að gleyma þeim áhrifum sem hin mikla neysla okkar og annarra Vesturlandabúa hefur, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga. Okkur langar kannski til að draga úr mengun, en við gleymum því bara í jólastressinu! Þau sem taka ekki þátt í neyslunni geta væntanlega ekki verið með í jólunum, eða hvað? Verða einhver jól hjá þeim sem kaupa ekki nýjustu skandinavísku hönnunina í jólagjöf handa vinum sínum, nýjustu afþreyinguna handa börnunum sínum, réttu upplifunina og eitthvað smá með handa foreldrum og tengdaforeldrum sínum? Endurnýja skrautið á jólatrénu og aðventukransinn? Það ER hægt að halda jól með minni neyslu Ef við ætlum að draga úr neyslu, hvernig getum við þá haldið jólin? Sem betur fer er hægt að gera ýmislegt og flest gefur okkur meiri tíma til að njóta aðdraganda jólanna betur. Ein leiðin er að taka þátt í hringrásarhagkerfinu og koma því sem ekki er verið að nota aftur í hringrásina með því að gefa notaðar jólagjafir. Við höfum ekki öll tíma til að leita að réttu jólagjöfunum í verslunum sem selja notaðan varning en flest eigum við lítið notaða og heillega hluti sem gætu vel nýst öðrum. Þetta gætu jafnvel verið gjafir sem við höfum fengið og aldrei notað – kannski passa þær ekki eða við áttum sama hlutinn fyrir. Slíka hluti má nefnilega gefa áfram. Ef við höfum tíma er tilvalið að nýta sér verslanir sem selja notaðan varning. Ef við kjósum frekar að versla á netinu þá er hellingur af síðum með notaðar vörur til sölu á Facebook. Bland er líka ennþá starfandi. Mörg þekkjum við fólk sem „á allt“ og aldrei er hægt að finna neitt fyrir. Fyrir þannig fólk er tilvalið að bjóða í heimsókn – eða fara til þeirra í heimsókn – og eyða með þeim því dýrmætasta sem við eigum: tíma. Það má líka bjóða út að borða, á tónleika eða í leikhús, ef þér finnst nauðsynlegt að gefa eitthvað annað en samveru. Samveran mikilvægust af öllu Jólin eiga ekki að snúast um neyslu og stress. Breytum því hvernig við nálgumst þau. Gefum notaðar gjafir eða bara alls engar gjafir og eyðum frekar tíma okkar með þeim sem við viljum gleðja. Börn og unglingar eru auðvitað síst til í að sleppa jólagjöfunum og það er allt í lagi. Mörg þeirra, ekki síst þau yngstu, eru alveg til í notuð leikföng, notað snjalltæki, notuð skíði eða hvað sem það er sem hugur þeirra stendur til. Komum endilega öllum þessum heilu hlutum sem sitja í skápunum og geymslunum hjá okkur í notkun. Megum við öll eiga gleðilega aðventu og friðsamleg jól með minni neyslu og meiri tíma með þeim sem eru okkur kærust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Jól Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu? Jólin eru að koma! Þessi staðreynd fyllir sum okkar gleði og tilhlökkun en önnur kvíða. Það er svo margt sem þarf að gera: Kaupa jólagjafir, jólamatinn, fara í gegnum skrautið, búa til aðventukrans, baka allar þessar sortir af smákökum, finna réttu gjafirnar handa hverjum og einum og muna að aðstoða jólasveinana (hvenær koma þeir aftur??). Svo eru það jólaþrifin, jólatréð, jólatónleikarnir, jólaskemmtanir barnanna, jólahlaðborðið í vinnunni… Upptalningin gæti haldið áfram endalaust og mikið er heppilegt að það sé allt uppfullt af tilboðsdögum í aðdraganda jólanna. Miðnæturopnanir, dagur einhleypra, svartur föstudagur og hvað þeir heita allir. Þá er nú heldur betur hægt að kaupa nóg af öllu, jafnvel án þess að fara út úr húsi! Hátíð allri heimsbyggð í? Um leið dynja á okkur fréttir um loftslagsbreytingar og afleiðingar af þeirra völdum. Við höfum því miður upplifað nokkur heitustu sumur sem mælst hafa. Breytingunum fylgja hitabylgjur, flóð og manntjón. Það er kaldranaleg staðreynd að við höfum nú þegar upplifað kaldasta tímabil ævi okkar því hlýnunin mun ekki stöðvast eða ganga til baka á meðan við erum til. Góðu fréttirnar eru þær að ef við grípum til þeirra aðgerða sem þarf til að minnka loftslagsbreytingar munu börn sem fæðast um þessar mundir eiga möguleika á að sjá þessar breytingar gangi að hluta til baka á þeirra æviskeiði. Til þess að það geti raunverulega gerst þurfum við öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Umbreytingin þarf að eiga sér stað hjá fyrirtækjum, á innviðum okkar og vera stýrt af stjórnvöldum. Þetta ferli er hafið, m.a. með innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins, sem stefnir að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar að meðaltali innan við 1,5°C frá iðnvæðingu. Til þess að hægt sé að ná árangri á stuttum tíma þurfa stjórnvöld að draga vagninn. En einstaklingar geta líka haft áhrif, ekki síst með því hvernig þeir stýra sinni neyslu og hegðun. Og þá komum við að umfjöllunarefni pistilsins, jólunum. Í öllu jólabrjálæðinu og kröfu samfélagsins um að taka þátt í neyslunni hættir okkur öllum til að gleyma þeim áhrifum sem hin mikla neysla okkar og annarra Vesturlandabúa hefur, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga. Okkur langar kannski til að draga úr mengun, en við gleymum því bara í jólastressinu! Þau sem taka ekki þátt í neyslunni geta væntanlega ekki verið með í jólunum, eða hvað? Verða einhver jól hjá þeim sem kaupa ekki nýjustu skandinavísku hönnunina í jólagjöf handa vinum sínum, nýjustu afþreyinguna handa börnunum sínum, réttu upplifunina og eitthvað smá með handa foreldrum og tengdaforeldrum sínum? Endurnýja skrautið á jólatrénu og aðventukransinn? Það ER hægt að halda jól með minni neyslu Ef við ætlum að draga úr neyslu, hvernig getum við þá haldið jólin? Sem betur fer er hægt að gera ýmislegt og flest gefur okkur meiri tíma til að njóta aðdraganda jólanna betur. Ein leiðin er að taka þátt í hringrásarhagkerfinu og koma því sem ekki er verið að nota aftur í hringrásina með því að gefa notaðar jólagjafir. Við höfum ekki öll tíma til að leita að réttu jólagjöfunum í verslunum sem selja notaðan varning en flest eigum við lítið notaða og heillega hluti sem gætu vel nýst öðrum. Þetta gætu jafnvel verið gjafir sem við höfum fengið og aldrei notað – kannski passa þær ekki eða við áttum sama hlutinn fyrir. Slíka hluti má nefnilega gefa áfram. Ef við höfum tíma er tilvalið að nýta sér verslanir sem selja notaðan varning. Ef við kjósum frekar að versla á netinu þá er hellingur af síðum með notaðar vörur til sölu á Facebook. Bland er líka ennþá starfandi. Mörg þekkjum við fólk sem „á allt“ og aldrei er hægt að finna neitt fyrir. Fyrir þannig fólk er tilvalið að bjóða í heimsókn – eða fara til þeirra í heimsókn – og eyða með þeim því dýrmætasta sem við eigum: tíma. Það má líka bjóða út að borða, á tónleika eða í leikhús, ef þér finnst nauðsynlegt að gefa eitthvað annað en samveru. Samveran mikilvægust af öllu Jólin eiga ekki að snúast um neyslu og stress. Breytum því hvernig við nálgumst þau. Gefum notaðar gjafir eða bara alls engar gjafir og eyðum frekar tíma okkar með þeim sem við viljum gleðja. Börn og unglingar eru auðvitað síst til í að sleppa jólagjöfunum og það er allt í lagi. Mörg þeirra, ekki síst þau yngstu, eru alveg til í notuð leikföng, notað snjalltæki, notuð skíði eða hvað sem það er sem hugur þeirra stendur til. Komum endilega öllum þessum heilu hlutum sem sitja í skápunum og geymslunum hjá okkur í notkun. Megum við öll eiga gleðilega aðventu og friðsamleg jól með minni neyslu og meiri tíma með þeim sem eru okkur kærust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar