Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Pablo Punyed kann vel við sig í Víkinni og sér ekki eftir að hafa farið þangað. Vísir/Hulda Margrét Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira