Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 19. apríl 1983. Unglingar á Hlemmi og Svarta María, lögreglubíllinn, fyrir utan. Myndir úr þessari myndatöku birtust í Helgarpóstinum 22. apríl 1983 með fyrirsögninni; Íslensk dýragarðsbörn. Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. Árið 1978 var byggingin á Hlemmi reist sem ein af aðalskiptistöðvum Strætó bs. í Reykjavík. Byggingin þótti á sínum tíma mikil nýlunda og átti upphaflega að gegna hlutverki huggulegs markaðstorgs, fyrir utan það að vera stærsta samgöngumiðstöð borgarinnar. Þær áætlanir snerust í raun upp í andhverfu sínu og um árabil var Hlemmur helsta afdrep útigangsfólks, ungmenna og annarra sem á þessum tíma höfðu í fá hús að venda. Upp úr 1980 varð Hlemmur að einum helsta samkomustað ungra pönkara, sem héngu þar á daginn, og hugtakið „Hlemmari“ varð til. Um 1981. Unglingar sitja á bekk á Hlemmi.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sumir Hlemmarar urðu seinna meir þjóðþekktir einstaklingar, þar á meðal Jón Gnarr leikari og fyrrum borgarstjóri, en í skáldævisögu sinni Sjóræninginn sem kom út árið 2012 rifjar hann meðal annars upp mótunarár sín á Hlemmi. Birgitta Jónsdóttir þingkona var sömuleiðis í hópi þeirri ungmenna sem fengu á sig stimpilinn Hlemmari á sínum tíma. Í viðtali við DV árið 2010 rifjaði Birgitta upp unglingsárin, þegar hún gerðist pönkari og „dálítill villingur“ eins og hún orðar það. „Ég skrópaði oft í skólanum og húkkaði mér far til Reykjavíkur þar sem ég hékk á Hlemmi með hinum pönkurunum. Ég var fyrsta stelpan á Íslandi til að skarta alvöru hanakambi.“ Hver klíka átti sitt horn Margrét Birna Kolbrúnardóttir kom á Hlemm eftir langvarandi einelti haustið 1980. Hún var þá 17 ára gömul og hætt námi, með brösótta reynslu af því að stunda vinnu og var að eigin sögn með mjög lágt sjálfsmat. Síðastliðið vor skilaði Margrét inn lokaritgerð í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hún rifjar meðal annars upp árin sín á Hlemmi og samfélaginu sem hún kynntist þar. Stund á milli stríða.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Hlemmurinn var yfirfullur af lífi og þarna var allskonar fólk, bæði rónar, smáglæponar og týndir krakkar eins og ég. Þarna upplifði ég ótrúlegt frelsi, kynntist sjálfri mér upp á nýtt og eignaðist vini sem ég gat treyst. Ég fékk frið fyrir eineltinu því að þarna var enginn til að kalla mig ljótum nöfnum," segir Margrét. Ég vissi ekki að svona samfélag væri til og þegar ég lít til baka finnst mér það sérstaklega merkilegt að það skuli hafa verið á Hlemmi, á meðal fólks sem flest var ekki í góðri stöðu félagslega. Meðal krakkanna var hópur af strákum sem höfðu verið á Breiðavík, allt svalir náungar og lífsreyndir, og ekki höfðum við hugmynd um þann hrylling sem þeir höfðu gengið í gegnum þar. Samvera okkar á Hlemmi snerist um að hafa gaman og létta okkur lífið og við vorum ekki mikið að kafa í einhver vandamál sem við vissum ekki annað en að við ættum sjálf alla sökina á. Um 1981. Unglingar tala í síma inni á Hlemmi. Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Margrét rifjar upp hvernig hver klíka átti sitt horn á Hlemmi og svo var valsað á milli. „Rónarnir fyrir framan blómabúðina, smákrimmarnir við norðurinnganginn, við pönkararnir í suðausturhorninu og svo framvegis. Og svo allir í graut í miðjunni. Við gerðum Hlemm að okkar eigin félagsmiðstöð þar sem við hittum félagana, hlógum saman og gerðum eitthvað skemmtilegt. Þar sem við gátum ráðið okkur sjálf. Frá árinu 1983. Hér má sjá nemendur í framhaldsskóla að dimmitera.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Við sem vorum saman á Hlemmi veturinn 1980-1981 gerðum hann að okkar stað. Við sóttum þangað vegna fólksins sem við vissum að yrði þar, vegna öryggisins sem fylgdi því að vita að við myndum alltaf finna einhvern til að tala við, þar sem við þurftum ekki að setja upp neina grímu. Við fengum eitthvað þar sem okkur bauðst hvergi annars staðar, ekki í skólanum, ekki heima. Það voru margir mismunandi hópar á Hlemmi og á milli þeirra var þægilegt andrúmsloft. Ein stelpan sat og prjónaði heilu dagana og í kringum hana var hálfgerður saumaklúbbur þar sem var kjaftað og hlegið. Hún fór síðar í hjúkrunarfræði og starfar enn við það. Í dag veit ég að margir voru með þunga baksögu en hún var ekki rædd, enda bauð umhverfið ekki upp á það á þeim tíma. Hlemmurinn var staður til að koma saman og hafa gaman og varpa af sér vandamálunum.“ Hlemmur var á árum áður helsta afdrep pönkaranna.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Meðfylgjandi ljósmyndir voru á Hlemmi á árunum 1981-1983 og eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Nóvember 1983. Litlar verslanir inni á Hlemmi.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Spjallað og hlegið á Hlemmi. Myndin er tekin árið 1981.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 10. desember 1983. Unglingar og lögregla stödd inni í biðskýlinu.Gunnar V. Andrésson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Desember 1983. Beðið eftir strætó.Gunnar V.Andrésson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Einu sinni var... Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna á Kvennafrídeginum árið 1975 24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp. 24. september 2023 09:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Árið 1978 var byggingin á Hlemmi reist sem ein af aðalskiptistöðvum Strætó bs. í Reykjavík. Byggingin þótti á sínum tíma mikil nýlunda og átti upphaflega að gegna hlutverki huggulegs markaðstorgs, fyrir utan það að vera stærsta samgöngumiðstöð borgarinnar. Þær áætlanir snerust í raun upp í andhverfu sínu og um árabil var Hlemmur helsta afdrep útigangsfólks, ungmenna og annarra sem á þessum tíma höfðu í fá hús að venda. Upp úr 1980 varð Hlemmur að einum helsta samkomustað ungra pönkara, sem héngu þar á daginn, og hugtakið „Hlemmari“ varð til. Um 1981. Unglingar sitja á bekk á Hlemmi.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sumir Hlemmarar urðu seinna meir þjóðþekktir einstaklingar, þar á meðal Jón Gnarr leikari og fyrrum borgarstjóri, en í skáldævisögu sinni Sjóræninginn sem kom út árið 2012 rifjar hann meðal annars upp mótunarár sín á Hlemmi. Birgitta Jónsdóttir þingkona var sömuleiðis í hópi þeirri ungmenna sem fengu á sig stimpilinn Hlemmari á sínum tíma. Í viðtali við DV árið 2010 rifjaði Birgitta upp unglingsárin, þegar hún gerðist pönkari og „dálítill villingur“ eins og hún orðar það. „Ég skrópaði oft í skólanum og húkkaði mér far til Reykjavíkur þar sem ég hékk á Hlemmi með hinum pönkurunum. Ég var fyrsta stelpan á Íslandi til að skarta alvöru hanakambi.“ Hver klíka átti sitt horn Margrét Birna Kolbrúnardóttir kom á Hlemm eftir langvarandi einelti haustið 1980. Hún var þá 17 ára gömul og hætt námi, með brösótta reynslu af því að stunda vinnu og var að eigin sögn með mjög lágt sjálfsmat. Síðastliðið vor skilaði Margrét inn lokaritgerð í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hún rifjar meðal annars upp árin sín á Hlemmi og samfélaginu sem hún kynntist þar. Stund á milli stríða.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Hlemmurinn var yfirfullur af lífi og þarna var allskonar fólk, bæði rónar, smáglæponar og týndir krakkar eins og ég. Þarna upplifði ég ótrúlegt frelsi, kynntist sjálfri mér upp á nýtt og eignaðist vini sem ég gat treyst. Ég fékk frið fyrir eineltinu því að þarna var enginn til að kalla mig ljótum nöfnum," segir Margrét. Ég vissi ekki að svona samfélag væri til og þegar ég lít til baka finnst mér það sérstaklega merkilegt að það skuli hafa verið á Hlemmi, á meðal fólks sem flest var ekki í góðri stöðu félagslega. Meðal krakkanna var hópur af strákum sem höfðu verið á Breiðavík, allt svalir náungar og lífsreyndir, og ekki höfðum við hugmynd um þann hrylling sem þeir höfðu gengið í gegnum þar. Samvera okkar á Hlemmi snerist um að hafa gaman og létta okkur lífið og við vorum ekki mikið að kafa í einhver vandamál sem við vissum ekki annað en að við ættum sjálf alla sökina á. Um 1981. Unglingar tala í síma inni á Hlemmi. Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Margrét rifjar upp hvernig hver klíka átti sitt horn á Hlemmi og svo var valsað á milli. „Rónarnir fyrir framan blómabúðina, smákrimmarnir við norðurinnganginn, við pönkararnir í suðausturhorninu og svo framvegis. Og svo allir í graut í miðjunni. Við gerðum Hlemm að okkar eigin félagsmiðstöð þar sem við hittum félagana, hlógum saman og gerðum eitthvað skemmtilegt. Þar sem við gátum ráðið okkur sjálf. Frá árinu 1983. Hér má sjá nemendur í framhaldsskóla að dimmitera.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Við sem vorum saman á Hlemmi veturinn 1980-1981 gerðum hann að okkar stað. Við sóttum þangað vegna fólksins sem við vissum að yrði þar, vegna öryggisins sem fylgdi því að vita að við myndum alltaf finna einhvern til að tala við, þar sem við þurftum ekki að setja upp neina grímu. Við fengum eitthvað þar sem okkur bauðst hvergi annars staðar, ekki í skólanum, ekki heima. Það voru margir mismunandi hópar á Hlemmi og á milli þeirra var þægilegt andrúmsloft. Ein stelpan sat og prjónaði heilu dagana og í kringum hana var hálfgerður saumaklúbbur þar sem var kjaftað og hlegið. Hún fór síðar í hjúkrunarfræði og starfar enn við það. Í dag veit ég að margir voru með þunga baksögu en hún var ekki rædd, enda bauð umhverfið ekki upp á það á þeim tíma. Hlemmurinn var staður til að koma saman og hafa gaman og varpa af sér vandamálunum.“ Hlemmur var á árum áður helsta afdrep pönkaranna.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Meðfylgjandi ljósmyndir voru á Hlemmi á árunum 1981-1983 og eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Nóvember 1983. Litlar verslanir inni á Hlemmi.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Spjallað og hlegið á Hlemmi. Myndin er tekin árið 1981.Jim Smart/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 10. desember 1983. Unglingar og lögregla stödd inni í biðskýlinu.Gunnar V. Andrésson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Desember 1983. Beðið eftir strætó.Gunnar V.Andrésson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.
Einu sinni var... Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna á Kvennafrídeginum árið 1975 24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp. 24. september 2023 09:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00
Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00
Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00
Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna á Kvennafrídeginum árið 1975 24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp. 24. september 2023 09:00