Brynhildur tilkynnti þetta í Instagram færslu í gærkvöldi samhliða tilkynningu um að nýtt lag hljómsveitarinnar Kvikindis, Ríða mér, komi út á miðnætti. Í færslunni deilir hún mynd af skreyttri bumbunni að loknum tónleikum í tilefni útgáfunnar. „Swipe for surprise,“ skrifar hún við myndina.

Matthías og Brynhildur giftu sig í lok ágúst í sannkallaðri sveitasælu í Borgarfirði. Faðir Brynhildar, leikarinn Karl Ágúst Úlfarsson, gaf þau saman með táknrænum en ólögformlegum hætti. Parið eignaðist dóttur í fyrra, hana Sóleyju.
Árið hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá bæði Brynhildi og Matthíasi en til að mynda var Matthías ráðinn í starf listræns ráðunautar Þjóðleikhússins fyrr í vetur. Þá hlaut Kvikindi, hljómsveit Brynhildar, verðlaun fyrir plötu ársins á Hlustendaverðlaununum í vor.
Parið trúlofaði sig þarsíðasta haust eftir að Matthías fór á skeljarnar í Sky Lagoon. En við það tilefni sagðist Brynhildur aldrei hafa verið hamingjusamari eða ástfangnari.