Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:07 Fólk er farið að streyma yfir landamærin en aðeins erlendir ríkisborgarar eða einstaklingar með tvöfalt ríkisfang. AP/Hatem Ali Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira