Stækt Gyðingahatur í nafni mannréttinda Finnur Th. Eiríksson skrifar 1. nóvember 2023 08:31 Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar