Engum lækni datt í hug að hún væri ólétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:06 Helena og Kári kærasti hennar verða foreldrar nú í janúar og eru spennt að fá drenginn sin í fangið. Á myndinni til hægri var Helena komin um fimm mánuði á leið en hélt að hún væri aðeins uppþembd vegna meltingartruflana, sem hún fékk enga bót á hjá læknum. Átján ára stúlka, sem fór ítrekað til læknis vegna magaverkja og var send í röntgenmyndatöku og ristilspeglun, kveðst reið og pirruð út í heilbrigðiskerfið eftir að í ljós kom að hún var ófrísk - og komin sex mánuði á leið. Hún segist aldrei hafa verið spurð út í möguleikann á þungun í öll þau skipti sem hún leitaði til læknis. Við hittum hina átján ára Helenu Rut í Íslandi í dag. Helena Rut Hallgrímsdóttir fór fyrst til læknis vegna verkjanna í júní og var þá sett á lyf við hægðatregðu. Hún segir læknisheimsóknirnar hafa alls orðið fimm, auk röntgenmyndatöku og ristilspeglunar. Það var ekki fyrr en nú í október, eftir að Helena ákvað sjálf fyrir rælni að taka þungunarpróf, að upp komst að hún var ófrísk. Þungun var ekki möguleiki sem hvarflaði að Helenu sjálfri af ýmsum ástæðum. Hún byrjaði til dæmis að taka getnaðarvarnarpillu að læknisráði rétt um það leyti sem getnaður hefur átt sér stað. Helena tók engin pilluhlé - og það að hún hafði ekki blæðingar allan þennan tíma hringdi því ekki viðvörunarbjöllum. Það sást einnig lítið á Helenu til að byrja með og þegar loksins byrjaði að sjást á henni taldi Helena að hún væri bara uppþembd vegna meltingartruflana. Fylgjan reyndist auk þess liggja þannig að hún dempaði hreyfingar í fóstrinu. Ótrúlegt sjokk fyrir unga parið Þar sem Helena var gengin svo langt með barnið, 25 vikur eru rúmir sex mánuðir, var ekkert annað í stöðunni en að klára meðgönguna. Helena og Kári Rafn Snæbjörnsson kærasti hennar stóðu allt í einu frammi fyrir því að eftir þrjá stutta mánuði yrðu þau foreldrar. „Þetta var náttúrulega ógeðslega mikið sjokk fyrir mig og Kára. Bara ógeðslega mikill pirringur. Við vorum ótrúlega týnd, einhvern veginn. Við sáum líf okkar þjóta fyrir augunum. Ég er átján ára, hann er að verða tvítugur. Okkur líður bara [á þessum tímapunkti] eins og líf okkar sé að verða búið,“ segir Helena. „Við vorum eiginlega bara mállaus. Og eiginlega bara lúmskt í afneitun. Bara, hvernig getur þetta gerst?“ bætir Kári við. Erfið bið í óvissu Biðin eftir fyrstu almennilegu mæðraskoðuninni til að fá úr því skorið hvort væri í lagi með barnið var þeim jafnframt mjög erfið. Unga parið hafði þungar áhyggjur af heilsu barnsins, enda Helena sett á ýmiss konar lyf þessa fyrstu mánuði meðgöngunnar - og var, eins og fram hefur komið, algjörlega ómeðvituð um ástand sitt. „Sá tími var bara svo pirrandi. Erfitt að komast yfir það. Ég var alltaf að hugsa: Ég var að gera þetta og þetta og þetta. Allt sem óléttar konur ættu ekki að vera að gera, borða hrátt og svoleiðis. Ég var að gera allt þetta á meðan meðgöngunni stóð.“ Er einhver sem vekur máls á því við þig hvort það gætir verið að þú værir ólétt? „Nei, nefnilega ekki. Ég var ekki spurð í tengslum við kviðverkina, hvort ég væri á getnaðarvörn, hvort ég væri í sambandi eða hvenær ég fór síðast á túr. Ekki neitt með það að gera.“ Aldrei? Ekki einu sinni? „Ekki einu sinni.“ Brot úr viðtalinu við Helenu og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þátt gærkvöldsins með viðtalinu í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Hún segist aldrei hafa verið spurð út í möguleikann á þungun í öll þau skipti sem hún leitaði til læknis. Við hittum hina átján ára Helenu Rut í Íslandi í dag. Helena Rut Hallgrímsdóttir fór fyrst til læknis vegna verkjanna í júní og var þá sett á lyf við hægðatregðu. Hún segir læknisheimsóknirnar hafa alls orðið fimm, auk röntgenmyndatöku og ristilspeglunar. Það var ekki fyrr en nú í október, eftir að Helena ákvað sjálf fyrir rælni að taka þungunarpróf, að upp komst að hún var ófrísk. Þungun var ekki möguleiki sem hvarflaði að Helenu sjálfri af ýmsum ástæðum. Hún byrjaði til dæmis að taka getnaðarvarnarpillu að læknisráði rétt um það leyti sem getnaður hefur átt sér stað. Helena tók engin pilluhlé - og það að hún hafði ekki blæðingar allan þennan tíma hringdi því ekki viðvörunarbjöllum. Það sást einnig lítið á Helenu til að byrja með og þegar loksins byrjaði að sjást á henni taldi Helena að hún væri bara uppþembd vegna meltingartruflana. Fylgjan reyndist auk þess liggja þannig að hún dempaði hreyfingar í fóstrinu. Ótrúlegt sjokk fyrir unga parið Þar sem Helena var gengin svo langt með barnið, 25 vikur eru rúmir sex mánuðir, var ekkert annað í stöðunni en að klára meðgönguna. Helena og Kári Rafn Snæbjörnsson kærasti hennar stóðu allt í einu frammi fyrir því að eftir þrjá stutta mánuði yrðu þau foreldrar. „Þetta var náttúrulega ógeðslega mikið sjokk fyrir mig og Kára. Bara ógeðslega mikill pirringur. Við vorum ótrúlega týnd, einhvern veginn. Við sáum líf okkar þjóta fyrir augunum. Ég er átján ára, hann er að verða tvítugur. Okkur líður bara [á þessum tímapunkti] eins og líf okkar sé að verða búið,“ segir Helena. „Við vorum eiginlega bara mállaus. Og eiginlega bara lúmskt í afneitun. Bara, hvernig getur þetta gerst?“ bætir Kári við. Erfið bið í óvissu Biðin eftir fyrstu almennilegu mæðraskoðuninni til að fá úr því skorið hvort væri í lagi með barnið var þeim jafnframt mjög erfið. Unga parið hafði þungar áhyggjur af heilsu barnsins, enda Helena sett á ýmiss konar lyf þessa fyrstu mánuði meðgöngunnar - og var, eins og fram hefur komið, algjörlega ómeðvituð um ástand sitt. „Sá tími var bara svo pirrandi. Erfitt að komast yfir það. Ég var alltaf að hugsa: Ég var að gera þetta og þetta og þetta. Allt sem óléttar konur ættu ekki að vera að gera, borða hrátt og svoleiðis. Ég var að gera allt þetta á meðan meðgöngunni stóð.“ Er einhver sem vekur máls á því við þig hvort það gætir verið að þú værir ólétt? „Nei, nefnilega ekki. Ég var ekki spurð í tengslum við kviðverkina, hvort ég væri á getnaðarvörn, hvort ég væri í sambandi eða hvenær ég fór síðast á túr. Ekki neitt með það að gera.“ Aldrei? Ekki einu sinni? „Ekki einu sinni.“ Brot úr viðtalinu við Helenu og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þátt gærkvöldsins með viðtalinu í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist