Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:30 EasyJet mun fljúga tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Isavia Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. Í tilkynningu frá Isavia segir að samkvæmt áætlun félagsins verði flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar, á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það hafi verið stór stund að taka á móti fyrstu easyJet flugvélinni þegar hafi lent á Akureyrarflugvelli. „Þessi góða viðbót í umferðina um Akureyrarflugvöll sýnir enn frekar hversu mikilvægt það var að ráðast í stækkun flugstöðvarinnar og allar þær framkvæmdir aðrar sem við höfum hafið á vellinum. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í lok þessa árs og mun hjálpa okkur við að taka enn betur á móti þeim farþegum sem koma til okkar með easyJet. Með breytingum á núverandi flugstöð til viðbótar verðum við svo komin með tvo aðskilda sali fyrir innanlands- og millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. Vél easyJet lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í morgun.Isavia Þá er haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að flug easyJet beint til Akureyrarflugvallar sé grunnforsenda til að hægt verði að jafna árstíðarsveifluna sem enn sé mikil á Norðurlandi. Þannig verði komnar forsendur fyrir uppbyggingu heilsársferðaþjónustu og fjárfestingu á svæðinu. „Farþegar easyJet munu koma bæði í pakkaferðum ferðaskrifstofa en einnig að stórum hluta á eigin vegum og því skapast mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til að byggja upp nýjar vörur og fá ferðamenn til að dreifast vel um svæðið. Að ná easyJet hingað norður hefur verið langhlaup sem unnið hefur verið í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Þessi dagur er gríðarlega ánægjulegur og sýnir hverju samtakamátturinn getur skilað,“ segir Arnheiður. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að norðlenska flugfélagið Niceair væri farið í þrot, en félagið bauð upp á ferðir frá Akureyrarflugvelli til Lundúna, Tenerife, Alicante og Kaupmannahafnar. Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Bretland England Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að samkvæmt áætlun félagsins verði flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar, á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það hafi verið stór stund að taka á móti fyrstu easyJet flugvélinni þegar hafi lent á Akureyrarflugvelli. „Þessi góða viðbót í umferðina um Akureyrarflugvöll sýnir enn frekar hversu mikilvægt það var að ráðast í stækkun flugstöðvarinnar og allar þær framkvæmdir aðrar sem við höfum hafið á vellinum. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í lok þessa árs og mun hjálpa okkur við að taka enn betur á móti þeim farþegum sem koma til okkar með easyJet. Með breytingum á núverandi flugstöð til viðbótar verðum við svo komin með tvo aðskilda sali fyrir innanlands- og millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. Vél easyJet lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í morgun.Isavia Þá er haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að flug easyJet beint til Akureyrarflugvallar sé grunnforsenda til að hægt verði að jafna árstíðarsveifluna sem enn sé mikil á Norðurlandi. Þannig verði komnar forsendur fyrir uppbyggingu heilsársferðaþjónustu og fjárfestingu á svæðinu. „Farþegar easyJet munu koma bæði í pakkaferðum ferðaskrifstofa en einnig að stórum hluta á eigin vegum og því skapast mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til að byggja upp nýjar vörur og fá ferðamenn til að dreifast vel um svæðið. Að ná easyJet hingað norður hefur verið langhlaup sem unnið hefur verið í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Þessi dagur er gríðarlega ánægjulegur og sýnir hverju samtakamátturinn getur skilað,“ segir Arnheiður. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að norðlenska flugfélagið Niceair væri farið í þrot, en félagið bauð upp á ferðir frá Akureyrarflugvelli til Lundúna, Tenerife, Alicante og Kaupmannahafnar.
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Bretland England Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira