Óvinnufær eftir átök á bráðamóttökunni: „Ég óttaðist um líf mitt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Málið varðar atvik sem átti sér stað í móttökusal bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur segir að stimpingar milli hennar og sjúklings á bráðamóttökunni í maí 2022 hafa haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hún hafi ekki getað mætt til vinnu í það eina og hálfa ár sem er liðið frá þessu og það hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Sjúklingurinn er ákærður fyrir líkamsárás gagnvart hjúkrunarfræðingnum, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa ráðist á hjúkrunarfræðinginn í móttökusal bráðamóttöku Landspítalans með því að sprauta sóttvarnarspritti í augu hennar og kýla hana með gifslagðri hendi. Bæði sjúklingurinn og hjúkrunarfræðingurinn báru vitni fyrir dómi. „Ég kem þarna inn með brotna hendi. Ég reyni að fá aðstoð og það er mikið að gera. Það verða einhver leiðinleg orðaskipti og ég verð pirraður og þau líka,“ sagði sjúklingurinn í vitnisburði sínum. Hann tók fram að hann hefði kastað lyfjum sem hjúkrunarfræðingurinn afhenti honum. Þá sagðist hann hafa tekið sprittbrúsa og sprautað með honum í átt að henni. Hann vill meina að hann hafi gert það til að forðast hana. Segist ekki hafa gert neitt „Svo fer hún í mig. Grípur í mig og sparkar í mig. Ég reyni að komast undan,“ bætti hann við. Hann hafi ekki ætlað sér að meiða neinn og telur sig ekki hafa gert það. „Hvað gerðir þú við hana?“ spurði dómari manninn. „Ekki neitt. Ég var bara að reyna að komast undan,“ svaraði sjúklingurinn. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa slegið konuna, hvað þá með gifslagðri hendi líkt og honum er gefið að sök. „Ég var ekki að fara að nota þess hönd neitt. Hún var ekki í lið einu sinni.“ Hafi höndin farið hafi það verið vegna þess að hún ýtti honum í vegginn og höndin farið í hana í leiðinni. „Það var aldrei meiningin að slá neinn.“ Fyrir dómi var manninum sýnd upptaka af atvikunum sem málið varðar. Af upptökunni að dæma virðist maðurinn hafa veitt hjúkrunarfræðingnum högg í andlitið með gifslögðu hendinni eftir að hún ýtti honum upp við vegg. Maðurinn sagðist standa við framburð sinn eftir að myndbandið var sýnt í dómsal. Vildi sterkari lyf Hjúkrunarfræðingurinn sagði fyrir dómi að hún hefði um það bil fimmtán ára reynslu af starfinu sem snerist um að taka á móti fólki á bráðamóttökunni. „Eins og alltaf eiginlega er brjálað að gera, en ekki eins mikið og oft,“ sagði hún um vaktina kvöldið sem árásin átti sér stað. Vel hafi gengið að sinna mörgum einstaklingum. Maðurinn hafi komið með handleggsbrot. Hann hafi brotnað daginn áður og fengið gifs úti á landi. Hjúkrunarfræðingurinn útskýrði að í slíkum tilfellum væri fólk gjarnan beðið um að fara á slysadeild í borginni til að fá staðfest að það væri handleggsbrotið. Hjúkrunarfræðingurinn segir að umrætt kvöld hafi verið mikið að gera á bráðamóttökunni, en þó ekkert meira en vanalega.Vísir/Vilhelm Hún bauð manninum að setjast hjá sér, en hún var með lítið rými í móttökusalnum, og þar gat hann hinkrað. Þar hafi hún lagað gifsið að einhverju leyti og beðið hann um að koma aftur daginn eftir, þegar það væri minna að gera. Fram að þessu sagði hjúkrunarfræðingurinn að samskipti þeirra á milli hefðu verið góð. Þá hafi hún rétt honum verkjalyf, nánar tiltekið parkódín forte. Hún tók fram fyrir dómi að umrædd lyf væru þau allra sterkustu sem hún gæti boðið honum. „Þá snöggreiðist hann og grýtir töflunum í mig og segir að ég skuli ekki voga mér að segja að ég eigi ekkert sterkara,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. „Hann tekur síðan sprittbrúsann og sprautar framan í mig. Síðan byrja handalögmál. Hann byrjar að kýla mig og ég ýti honum úr stofunni minni,“ bætir hún við. Óttaðist um líf sitt Hjúkrunarfræðingurinn viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði gripið í manninn og ýtt honum. Hún hafi gert það til að koma honum út, en ekki til að halda honum inni á bráðamóttökunni. Hún útskýrir að starf sitt snúist að einhverju leyti um að vernda þá sem eru á bráðamóttökunni og í komusalnum. Henni hafi ekki fundist ráðlagt að hafa manninn þar. Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.Vísir Einnig hafi hún verið hrædd um sjálfa sig. „Ég er bara að verja mig. Ég er skíthrædd,“ sagði hún um ástand sitt þegar atvik málsins áttu sér stað. „Síðan er maður alltaf hræddur við hnífsstungur þannig að ég ýti honum út,“ sagði hún. „Ef hann er með hníf þá mun hann nota hann,“ bætti hún við og sagði manninn hafa verið mjög reiðan, brjálaðan, og líklega „tilbúin í allt“. Hún bætti við: „Ég óttaðist um líf mitt. Ég get alveg sagt það.“ Upplifir sig ekki örugga eftir atvikið Hjúkrunarfræðingurinn sagðist hafa fundið fyrir afleiðingum atviksins. Hún hafi verið lemstruð um allan líkama eftir árásina og sagði að högg hans hafi verið gríðarlega fast. Sem betur fer hafi hún ekki hlotið varanlegan skaða af sprittinu sem hafi farið í annað auga hennar. Áhrifin væru þó ekki bara líkamleg heldur andleg og hafi haft heilmikil áhrif á líf hennar. „Ég hef enn ekki farið í vinnuna eftir þetta,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. „Og ég hef brunnið fyrir þetta starf,“ bætir hún við. Fyrir dómi nefndi hjúkrunarfræðingurinn ýmsar tómstundir sem hún hefði stundað í frítíma sínum á síðustu árum. Hún sagðist hafa átt mjög erfitt með það síðan árásin átti sér stað fyrir um það bil einu og hálfu ári. „Þetta situr einhvern veginn í manni,“ segir hún og bætir við að öryggistilfinning hennar sé verulega skert. Konan sagðist fullviss um að áhrifin sem hún lýsti væru af völdum árásarinnar. „Ég óska engum að lenda í svona löguðu.“ Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sjúklingurinn er ákærður fyrir líkamsárás gagnvart hjúkrunarfræðingnum, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa ráðist á hjúkrunarfræðinginn í móttökusal bráðamóttöku Landspítalans með því að sprauta sóttvarnarspritti í augu hennar og kýla hana með gifslagðri hendi. Bæði sjúklingurinn og hjúkrunarfræðingurinn báru vitni fyrir dómi. „Ég kem þarna inn með brotna hendi. Ég reyni að fá aðstoð og það er mikið að gera. Það verða einhver leiðinleg orðaskipti og ég verð pirraður og þau líka,“ sagði sjúklingurinn í vitnisburði sínum. Hann tók fram að hann hefði kastað lyfjum sem hjúkrunarfræðingurinn afhenti honum. Þá sagðist hann hafa tekið sprittbrúsa og sprautað með honum í átt að henni. Hann vill meina að hann hafi gert það til að forðast hana. Segist ekki hafa gert neitt „Svo fer hún í mig. Grípur í mig og sparkar í mig. Ég reyni að komast undan,“ bætti hann við. Hann hafi ekki ætlað sér að meiða neinn og telur sig ekki hafa gert það. „Hvað gerðir þú við hana?“ spurði dómari manninn. „Ekki neitt. Ég var bara að reyna að komast undan,“ svaraði sjúklingurinn. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa slegið konuna, hvað þá með gifslagðri hendi líkt og honum er gefið að sök. „Ég var ekki að fara að nota þess hönd neitt. Hún var ekki í lið einu sinni.“ Hafi höndin farið hafi það verið vegna þess að hún ýtti honum í vegginn og höndin farið í hana í leiðinni. „Það var aldrei meiningin að slá neinn.“ Fyrir dómi var manninum sýnd upptaka af atvikunum sem málið varðar. Af upptökunni að dæma virðist maðurinn hafa veitt hjúkrunarfræðingnum högg í andlitið með gifslögðu hendinni eftir að hún ýtti honum upp við vegg. Maðurinn sagðist standa við framburð sinn eftir að myndbandið var sýnt í dómsal. Vildi sterkari lyf Hjúkrunarfræðingurinn sagði fyrir dómi að hún hefði um það bil fimmtán ára reynslu af starfinu sem snerist um að taka á móti fólki á bráðamóttökunni. „Eins og alltaf eiginlega er brjálað að gera, en ekki eins mikið og oft,“ sagði hún um vaktina kvöldið sem árásin átti sér stað. Vel hafi gengið að sinna mörgum einstaklingum. Maðurinn hafi komið með handleggsbrot. Hann hafi brotnað daginn áður og fengið gifs úti á landi. Hjúkrunarfræðingurinn útskýrði að í slíkum tilfellum væri fólk gjarnan beðið um að fara á slysadeild í borginni til að fá staðfest að það væri handleggsbrotið. Hjúkrunarfræðingurinn segir að umrætt kvöld hafi verið mikið að gera á bráðamóttökunni, en þó ekkert meira en vanalega.Vísir/Vilhelm Hún bauð manninum að setjast hjá sér, en hún var með lítið rými í móttökusalnum, og þar gat hann hinkrað. Þar hafi hún lagað gifsið að einhverju leyti og beðið hann um að koma aftur daginn eftir, þegar það væri minna að gera. Fram að þessu sagði hjúkrunarfræðingurinn að samskipti þeirra á milli hefðu verið góð. Þá hafi hún rétt honum verkjalyf, nánar tiltekið parkódín forte. Hún tók fram fyrir dómi að umrædd lyf væru þau allra sterkustu sem hún gæti boðið honum. „Þá snöggreiðist hann og grýtir töflunum í mig og segir að ég skuli ekki voga mér að segja að ég eigi ekkert sterkara,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. „Hann tekur síðan sprittbrúsann og sprautar framan í mig. Síðan byrja handalögmál. Hann byrjar að kýla mig og ég ýti honum úr stofunni minni,“ bætir hún við. Óttaðist um líf sitt Hjúkrunarfræðingurinn viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði gripið í manninn og ýtt honum. Hún hafi gert það til að koma honum út, en ekki til að halda honum inni á bráðamóttökunni. Hún útskýrir að starf sitt snúist að einhverju leyti um að vernda þá sem eru á bráðamóttökunni og í komusalnum. Henni hafi ekki fundist ráðlagt að hafa manninn þar. Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.Vísir Einnig hafi hún verið hrædd um sjálfa sig. „Ég er bara að verja mig. Ég er skíthrædd,“ sagði hún um ástand sitt þegar atvik málsins áttu sér stað. „Síðan er maður alltaf hræddur við hnífsstungur þannig að ég ýti honum út,“ sagði hún. „Ef hann er með hníf þá mun hann nota hann,“ bætti hún við og sagði manninn hafa verið mjög reiðan, brjálaðan, og líklega „tilbúin í allt“. Hún bætti við: „Ég óttaðist um líf mitt. Ég get alveg sagt það.“ Upplifir sig ekki örugga eftir atvikið Hjúkrunarfræðingurinn sagðist hafa fundið fyrir afleiðingum atviksins. Hún hafi verið lemstruð um allan líkama eftir árásina og sagði að högg hans hafi verið gríðarlega fast. Sem betur fer hafi hún ekki hlotið varanlegan skaða af sprittinu sem hafi farið í annað auga hennar. Áhrifin væru þó ekki bara líkamleg heldur andleg og hafi haft heilmikil áhrif á líf hennar. „Ég hef enn ekki farið í vinnuna eftir þetta,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. „Og ég hef brunnið fyrir þetta starf,“ bætir hún við. Fyrir dómi nefndi hjúkrunarfræðingurinn ýmsar tómstundir sem hún hefði stundað í frítíma sínum á síðustu árum. Hún sagðist hafa átt mjög erfitt með það síðan árásin átti sér stað fyrir um það bil einu og hálfu ári. „Þetta situr einhvern veginn í manni,“ segir hún og bætir við að öryggistilfinning hennar sé verulega skert. Konan sagðist fullviss um að áhrifin sem hún lýsti væru af völdum árásarinnar. „Ég óska engum að lenda í svona löguðu.“
Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira