Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar.
BREAKING:
— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023
A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.
They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.
What’s Putin doing?
🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ
Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana.
Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“
Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga.