Ísraelar hafi farið yfir línuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 19:01 Jonas Gahr Støre fordæmir árásir Hamas en segir Ísraela hafa gengið of langt. EPA-EFE/Anders Wiklund Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann. Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann.
Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26
„Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41